Costa Adeje

Las Dalias er gott 4ra stjörnu hótel mitt á milli Playa de Las Americas og Costa Adeje, vel staðsett á suðurhluta Tenerife. Á þessu hóteli er „allt innifalið“ en það merkir að gestir hafa fyrirfram greitt fyrir mat og drykk. Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og sundlaug og frítt þráðlaust internet.

GISTING 

Herbergin eru smekklega innréttuð í ljósum litum, búin helstu þægindum til þess að gera dvölina á hótelinu sem notalegasta. Þar er að finna sjónvarp, gervihnattarsjónvarp, öryggishólf(gegn gjaldi) og rúmgóð baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Herbergin eru loftkæld og með fríu interneti. Með hverju herbergi koma einkasvalir eða verönd. 

AÐSTAÐA 

Garðurinn er gróðursæll og fallegur með góðri sólbaðsaðstöðu og þrískiptri-sundlaug og barnalaug. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, setustofa, fundarherbergi og margt fleira. Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu og gestir ættu því að vera í góðu sambandi við umheimin, ef þeir kjósa svo. Á hótelinu er einnig hárgreiðslustofa. 

AFÞREYING 

Á þessu hóteli er nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Á daginn er skipulögð dagskrá, stutt er á golfvöllinn og niður á ströndina. Á kvöldin troða skemmtikraftar upp. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á fjölbreytt hlaðborð af ýmsu góðgæti. Þeir sem eru með „allt innifalið“, hafa kost á að snæða morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu. Innifalið er einnig bjór, léttvín og fleiri valdir drykkir á öllum börum hótelsins. Gestir geta einnig snætt létt snarl á milli 10 á morgnana og 18 síðdegis, fyrir utan hádegisverðar tímann. Að auki eru þrír barir á hótelinu.

Barnalaug, leikvöllur og krakkaklúbbur fyrir hressa krakka á öllum aldri. 

STAÐSETNING 

Las Dalias er mjög vel staðsett í um 500 metrum frá Playa del Bobo á Costa Adeje ströndinni á suður Tenerife. Stutt frá hótelinu eru búðir, barir, veitingastaðir og fleira. 

AÐBÚNAÐUR Á LAS DALIAS 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Barnalaug 

Leikvöllur 

Sundlaugabar 

Bar 

Snarlbar

Verönd

Tvíbýli

Loftkæling 

Svalir/verönd

Sturta

Hárþurrka

Frítt internet

Sjónvarp

Barnaklúbbur

Unglingaklúbbur 

Skemmtidagskrá

Kvölddagskrá

Squash

Billiard 

Nudd

Líkamsræktaraðstaða

Hárgreiðslustofa

Setustofa

Stutt á strönd

Stutt á golfvöll

Leikjaherbergi

Veitingastaður 

Allt innifalið 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Calle Gran Bretaña, 1, 38660 Costa Adeje, Tenerife, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort