Costa Adeje

Hótelið er við ströndina, í fallegu og friðsælu umhverfi Costa Adeje. Útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, veitingastaðir, bar og rúmgóð herbergi. Hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. 

Gisting

Á öllum herbergjum er Minibar (aukagjald), fyllt er á daglega fyrir þá sem eru í "All Inclusive", flatskjár, sími, loftkæling, te og kaffi, öryggishólf (aukagjald)  og sér baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Þau eru þrifin á hverjum degi. 

Double Comfort: Tvíbýli Comfort: stílhrein, þægileg og rúmgóð tveggja manna herbergi með svölum.

Double Superior: Superior tvíbýli með hliðarsjávarsýn :  Auka þjónusta - sloppar og inniskór, "full size" spegil og 39' flatskjár.

Svíta Panoramic Views: Svíturnar eru allt að 50 fm að stærð, stofa, svefnherbergi og og stórkostlegt panorama útsýni.  Auka þjónusta - sloppar og inniskór, "full size" spegil, 39' flatskjár og

Nespresso kaffivél, Þeir sem gista á herberginu fá forgang til að bóka borð á veitingastaðnum.

Aðstaða

Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða með strandbekkjum og sólhlífum. Á veturna er upphituð sundlaug.
Á hótelinu er líkamsrækt, gufubað, heilsulind, leikjaherbergi og fleira

Afþreying

Stórt úrval til íþróttaiðkunar, þar á meðal borðtennisborð, tennisvöllur, hjólaleiga, pílukast og fleira. Einnig er golfvöllur í 3 km fjarlægð frá hótelinu.

Það tekur enga stund að rölta að ströndinni, eða minna en 10 mínútur. Á kvöldin eru haldnar kvöldskemmtanir. 

Veitingar

Hlaðborðsveitingastaður, al a carte veitingastaður, bar og snarlbar. Einnig eru sjálfsalar á hótelinu

Staðsetning

Rétt við hótelið er ströndin Costa Adeje. Einnig er minna en kílómetri að San Eugenio verslunarmiðstöðinni. 

Aqualand og Siampark er í stuttri fjarlægð frá hótelinu. 

Aðbúnaður

Sundlaug

Líkamsrækt 

Frítt WiFi

Þvottahreinsun

Minibar

Hjólastólaaðgengi

Veitingastaður

Bar

Heilsulind

Morgunverður

Upphituð sundlaug

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

ATH.  Heilsulindin verður lokuð yfir sumarið 2023

Upplýsingar

Avda. Ernesto Sarti, 8 38660 Costa Adeje, ES

Kort