Los Cristianos

Beverly Hills, áður The Suites at Beverly Hills, er snyrtileg þriggja stjörnu íbúðagisting í Los Cristianos. Hótelið er staðsett í hlíð fyrir ofan Los Cristianos sem er í um 15-20 mín göngufjarlægð frá miðbæ Los Cristianos og ströndinni. 

 

GISTING 

Í boði eru stúdíó og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru með vel búnu eldhúsi og örbylgjuofn, brauðrist, kaffivél og eldavél. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti og leigt öryggishólf gegn gjaldi. Hótelið fer fram á 100 evru tyggingu við komu. 

 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er góð aðstaða, góður sundlaugagarður með stórri sundlaug, barnalaug og sólbekkjum. Þvottaaðstaða er á hótelinu gegn gjaldi. Frítt internet er í sameiginlegu rými. Gestir hafa aðgang að bílastæðum, en fer það þó eftir framboði. Athugið, er staðsett í brattri hlíð og er því ekkert sérlega þægilegt fyrir fólk sem á erfitt með gang. 

 

AFÞREYING

Á hótelinu er góð aðstaða, t.d. tennis- og veggtennisvellir og  keila. Næturklúbbur er við hliðina á veitingastaðnum, sem er hljóðeinangraður til að tryggja næði hótelgesta.

 

VEITINGAR

Val er um íbúðir með morgunverði eða hálfu fæði. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og a la carté veitingastaður. Þar er einnig snarlbar þar sem hægt er að fá léttar veitingar og fljótandi veigar. 

 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er dagskrá fyrir börn. 

 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í brattri hlíð í Los Cristianos og ekkert sérstaklega þægilegt fyrir fólk sem á erfitt með gang. 15-20 mínútna göngufjarlægð á ströndina og miðbæ Los Cristianos. 

 

AÐBÚNAÐUR Á BEVERLY HILLS

Íbúðir 

Lítið eldhús 

Baðherbergi

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Loftkæling

Hlaðborðsveitingastaður 

Veitingastaður a la carté 

Líkamsræktaraðstaða 

Tennis 

Keila

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 

Upplýsingar

Calle Rodeo s/n Oasis del Sur Los Cristianos

Kort