Playa de las Americas

Parque de las Americas er vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 100 metrar á ströndina. Skemmtilegar íbúðir á góðum stað. Íbúðahótelið er byggt í kringum sundlaug og á stöllum og því getur verið um að ræða tröppugang í efstu íbúðirnar. Hentar ekki fólki sem á erfitt með gang né barnakerrum.

Vistarverur

Íbúðirnar eru vistlegar, með einu eða tveimur svefnherbergjum, setustofu með eldhúskrók og eldhúsborði. Ljósar innréttingar og ágætt baðherbergi. Íbúðirnar eru rúmgóðar, ýmist á einni eða tveimur hæðum með sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hver íbúð er með svalir/verönd. Hámarksfjöldi í íbúð er 2 fullorðnir og tvö börn. ATH Íbúðirnar með 2 svefnherbergjum eru flestar staðsettar í efstu hlíðum hótelsins og á jarðhæð.

Aðstaða

Á hótelinu er sundlaug þar sem grynnri endinn er fyrir börn. Fín sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum án endurgjalds ásamt sundlaugarbar.

Afþreying

Undir sundlaugargarðinum er líkamsrækt/tækjasalur sem gestir íbúðahótelsins geta nýtt sér meðan á dvöl þeirra stendur.

Veitingastaðir

Veitingastaður Parque de las Americas snýr út að götunni og er með fjölbreyttan matseðil þar sem hægt er að fá góðan morgun-, hádegis- og kvöldmat. Við hliðiná eru einnig barir og veitingahús þar sem kvöldskemmtanir og dansað er alla daga vikunnar.

Staðsetning

Parque de las Americas eru skemmtilegt íbúðarhótel, rétt við ströndina á og í næsta nágrenni eru fallegar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Stutt í veitingastaði og alla þjónustu. Fyrir þá sem vilja komast í golf er Golf las Americas völlurinn aðeins 2 km frá.

Upplýsingar

Avenida Rafael Puig no 16, 38660 Costa Adeje, Tenerife, Islas de Canarias, Spain

Kort