Playa de las Americas

Parque de las Americas er vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 100 metrar á ströndina. Skemmtilegar íbúðir á góðum stað. Íbúðahótelið er byggt í kringum sundlaug og á stöllum og því getur verið um að ræða tröppugang í efstu íbúðirnar. Hentar ekki fólki sem á erfitt með gang né barnakerrum.

Vistarverur

Íbúðirnar eru vistlegar, með einu eða tveimur svefnherbergjum, setustofu með eldhúskrók og eldhúsborði. Ljósar innréttingar og ágætt baðherbergi. Íbúðirnar eru rúmgóðar, ýmist á einni eða tveimur hæðum með sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hver íbúð er með svalir/verönd. Hámarksfjöldi í íbúð er 2 fullorðnir og tvö börn.

Aðstaða

Á hótelinu er sundlaug þar sem grynnri endinn er fyrir börn. Fín sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum án endurgjalds ásamt sundlaugarbar.

Afþreying

Undir sundlaugargarðinum er líkamsrækt/tækjasalur sem gestir íbúðahótelsins geta nýtt sér meðan á dvöl þeirra stendur.

Veitingastaðir

Veitingastaður Parque de las Americas snýr út að götunni og er með fjölbreyttan matseðil þar sem hægt er að fá góðan morgun-, hádegis- og kvöldmat. Við hliðiná eru einnig barir og veitingahús þar sem kvöldskemmtanir og dansað er alla daga vikunnar.

Staðsetning

Parque de las Americas eru skemmtilegt íbúðarhótel, rétt við ströndina á og í næsta nágrenni eru fallegar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Stutt í veitingastaði og alla þjónustu. Fyrir þá sem vilja komast í golf er Golf las Americas völlurinn aðeins 2 km frá.

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Avenida Rafael Puig no 16, 38660 Costa Adeje, Tenerife, Islas de Canarias, Spain

Kort