La Caleta

Glænýtt 5* lúxus hótel sem opnar 30. apríl 2019. Bjartar og nútímalegar innréttingar, rúmgóð herbergi, glæsilegar sundlaugar, gott úrval veitinga, heilsulind, skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á hótelinu er sér svæði fyrir fullorðna, 18 ára og eldri með sérstaka skemmtun og afþreyingu. 

GISTING

Á hótelinu eru alls 291 herbergi. Björt og rúmgóð herbergi með svölum eða verönd, smart sjónvarpi, Nespresso kaffivél, Minibar, slopp og inniskóm, öryggishólfi, loftræstingu og fullbúið baðherbergi með hárþurrku og fleiru. 

Tvíbýlin eru 37 fm. með svölum með annað hvort einu tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum, ásamt svefnsófa. 
Tvíbýli með sundlaugaraðgangi: þar er sundlaugin beint fyrir utan veröndina, svo þú getur hoppað í og úr lauginni.
Privilege herbergi: herbergi með sjávarsýn. Með þeim fylgir aukalega gjöf við komu, sérstakt sundlaugar handklæði og koddaúrval. 
Junior svítur: 60 fm. herbergi með tvíbreiðu rúmi, stofu með svefnsófa og stórum svölum.
Junior svítur á efri hæðum: 74 fm. herbergi með tvíbreiðu rúmi, baðherbergi, stofu með svefnsófa og svölum. Á efstu hæðinni er 55 fm. verönd með sjávarsýn, með nuddpotti, góða sólbaðsaðstöðu og klósetti.  
Fjölskylduherbergi: 37 fm. með svölum, tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum ásamt svefnsófa. 

AÐSTAÐA

Flottar sundlaugar, ein upphituð og tvær infinity sundlaugar. Heilsulind, líkamsrækt, hárgreiðslustofa, krakkaklúbbur, móttaka opin allan sólahringinn, úrval veitingastaða og bara. 

AFÞREYING

Á daginn er lífleg skemmtidagskrá með leikjum, vatnasporti og fleiru. Á kvöldin eru sýningar, lifandi tónlist og ýmis þemu. 
Hótelið er staðsett nálægt golfvelli, eða 4 km. frá Golf Cosa Adeje vellinum. Heilsulindin er með nuddpotti, saunu, tyrknesku baði, líkamsrækt, nudd, hárgreiðslustofu og fleiru. 

VEITINGASTAÐIR

Aðal veitingastaðurinn er með gott hlaðborð. 
Sakura Teppanyaki er asískur veitingastaður með Teppanyaki grilli
Steak House: er á la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í grilluðum steikum. Aðeins opinn á kvöldinn. 
La Vita é Bella: ítalskur veitingastaður.
Dinner show restaurant: er með mismunandi þemu hverja viku, bæði fyrir fullorðna og börn.
Að auki er einn sundlaugarbar, kaffistofa og lobby bar. 

FYRIR BÖRNIN

Í sundlaugargarðinum er ein upphituð barnalaug og ein með ýmsum leikjum. 
Daisy Club er krakkaklúbbur fyrir börn 4-12 ára. Skemmtanastjórar eru með ýmsa afþreyingu á daginn og svo er einnig minidisco. 

STAÐSETNING

Hótelið er við Playa Pariso, rólegt hverfi sunnarlega á Tenerife sem snýr að eyjunni La Gomera. Aðeins 15 mínútna akstur að Costa Adeje, þar sem eru ýmsir þjóðgarðar, fallegar strendur og margt fleira. 
Stutt í skemmtigarðinn Siam Park, eða 12 km. 

Ath. Hótelið er ennþá í byggingu. Myndir verða uppfærðar um leið og þær berast. 

AÐBÚNAÐUR Á H10 ATLANTIC SUNSET

Loftkæling

Sjónvarp

Kaffivél

Öryggishólf

Svalir/verönd

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Heilsulind

Hárgreiðslustofa

Kaffihús

Veitingastaðir

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. Adeje 300, s/n, 38678, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort