Santa Maria er fín 3ja stjörnu íbúðagisting í líflegu umhverfi á Tenerife. Stutt er í alla helstu þjónustu frá hótelinu og gestir þurfa ekki að leita langt til þess að finna aragrúa veitingastaða. Góð sólbaðsaðstaða og sundlaug í garðinum. Góð gisting fyrir stærri fjölskyldur sem vilja eyða góðum tíma saman.
GISTING
Gestir Santa Maria velja um stúdíó, íbúðir með einu svefnherbergi eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru nokkuð rúmgóðar og bjartar, með eldhúskrók og svölum, sjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi) Í öllum íbúðum er baðherbergi með baðkari, ísskápur, örbylgjuofn, brauðrist. Athugið að í íbúðum á Santa Maria er EKKI loftkæling heldur viftur.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru þrjár sundlaugar sem eru allar upphitaðar yfir vetrarmánuðina, barnalaug og sundlaugabar þar sem hádegisverður er borinn fram. Í gestamóttöku er hægt að leigja handklæði gegn gjaldi. Þvottavél og þurrkari eru til afnota í sameiginlegri aðstöðu fyrir hótelgesti gegn vægu gjaldi. Frítt internet er í gestamóttöku en gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti annarstaðar á hótelinu. Á hótelinu er tennisvöllur, leikjaherbergi, pool borð og borðtennis. Gestir Santa Maria geta fengið aðgang að bílastæðum ef þau eru laus.
AFÞREYING
Við Puerto Colon höfnina er að finna mikið að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, enda mjög skemmtilegt og líflegt hverfi. Sjóíþróttir, siglingar og frábærar strendur fyrir yngri kynslóðina. Reglulega er fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir gesti á kvöldin. Á hótelinu er hægt að spila pool og borðtennis.
VEITINGASTAÐIR
Gestir geta valið um hálft eða fullt fæði á þessu hóteli. Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð sem framreiðir morgun- og kvöldverð.
FYRIR BÖRNIN
Krakkarnir skemmta sér vel á Santa Maria. Þar er starfræktur barnaklúbbur og á kvöldin er fjörinu haldið uppi mini-diskó og leikir fyrir börnin. Leikherbergi og barnalaug er á hótelinu.
STAÐSETNING
Santa Maria er staðsett rétt fyrir ofan Fanabe ströndina og Puerto Colon höfnina á Costa Adeje. Nálægt hótelinu eru mjög góðar og ódýrar matvöruverslanir og einungis um 20 mínútna gangur yfir á Costa Adeje og um 30 mínútur yfir á Las Americas.
AÐBÚNAÐUR Á SANTA MARIA
Hálft/fullt fæði
Stúdíó/íbúðir
Útisundlaug
Barnalaug
Leikherbergi
Skemmtidagskrá
Barnaklúbbur
Mini-Diskó
Sundlaugabar
Bar
Veitingastaður með hlaðborð
Svalir
Ísskápur
Eldhúskrókur
Baðherbergi
Sjónvarp
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Örbylgjuofn
Brauðrist
Viftur
Tennisvöllur
Pool
Þvottaðstaða
Bílastæði
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið.
Upplýsingar
Avenida de España C.P. E-38660 Tenerife, Spain
Kort