Playa de las Americas

Best Tenerife er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Amerícas þar sem stutt er í verslanir og þjónustu. Góð sólbaðsaðstaða er við hótelið í gróðurmiklum garði. Einungis 1 km í Golf las Americas golfvöllinn. Skemmtilegt grill - veitingahús og bar er að finna í og við sundlaugina þar sem hægt er að svala þorsta yfir daginn og fá létt snarl. Gott hótel fyrir alla fjölskylduna. 

GISTING 

Tvíbýli eða einbýli með öllum helstu þægindum svo sem mini-bar, síma, sjónvarpi, baðherbergi og svölum. Herbergin eru loftkæld. Superior herbergin eru staðsett á 4,5,6 hæð hótelsins. Herbergin eru útbúin öllu því helsta s.s. svalir, fullbúin baðherbergi með hárþurrku, sími, sloppar og inniskór (skipt um vikulega), hægt að velja úr nokkrum gerðum af koddum, sjónvarp, mini bar, loftkæling og öryggishólf.

AÐSTAÐA 

Mjög góður góðursæll garður með bogalagaðri sundlaug með skemmtilegri hengibrú, fossi og nuddpotti. Yfir vetrar mánuðina er sundlaugin upphituð að hluta. Í garðinum er barnalaug og gott leiksvæði fyrir börn. Fyrir þá sem vilja slaka á og fá pásu frá sólinni er möguleiki á að kæla sig niður í setustofu hótelsins, en þar er sjónvarp. Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins. Á hótelinu er einnig hárgreiðslustofa, líkamsrækt, gjafaverslun og ping-pong borð. 

AFÞREYING 

Fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir bæði börn og fullorðna. Fyrir þá sem vilja komast í golf er Golf las Americas golfvöllurinn aðeins í 1 km fjarlægð.

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er veitingastaður, kaffihús og bar við sundlaugarbakkann. Aðalveitingastaður hótelsins er hlaðborðsstaður við sundlaugargarðinn, þar sem borinn er fram morgun- og kvöldverður. Skemmtilegt grill - veitingahús og bar er að finna í og við sundlaugina þar sem hægt er að svala löngun í mat og drykk yfir daginn. Val er um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. 

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur fyrir yngstu kynslóðina og skemmtileg barnasundlaug í garðinum. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á Playa de las Americas á Tenerife í göngufjarlægð frá Logo Martiánez ströndinni. 

AÐBÚNAÐUR Á BEST TENERIFE 

Tvíbýli/einbýli 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði/allt innifalið 

Svalir 

Baðherbergi 

Sjónvarp 

Hárþurrka 

Sími 

Míní-bar

Loftkæling 

Útisundlaug

Upphituð sundlaug(á veturnar)

Barnalaug 

Foss 

Sundlaugabar 

Veitingastaður 

Bar 

Nuddpottur

Setustofa 

Hárgreiðslustofa 

Líkamsrækt 

Ping Pong 

Frítt internet 

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

c/ Antonio Domínguez Alonso Playa de las Americas, Tenerife

Kort