Los Cristianos

Hótelið er staðsett í hlíðum Los Cristianos á Arona svæðinu. Ameríska ströndin er í 2,3km fjarlægð. Hótelið er ný uppgert (2019).

GISTING

Íbúðirnar/svíturnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjun, fallega innréttaðar og með fullbúin eldhús með ísskáp, keramik plötur, örbylgjuofn, kaffivél og brauðrist. Stofa er með sófa og gervihnattasjónvarpi. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Með öllum svítum/íbúðum eru svalir eða verönd. Íbúðirnar eru ekki með loftkælingu.


AÐSTAÐA

Upphituð sundlaug fyrir fullorðna og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða. Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með nuddi og saunu, en líkamsræktin er lokuð sökum Covid eins og er. ATH. hótelið er staðsett í brattri hlíð, tröppur eru í hótelgarðinum og hentar hótelið því ekki þeim sem eiga erfitt með gang.


VEITINGAR

Veitingastaður hótelsins er með góðan morgunverð með heitum og köldum réttum, veitingastaðurinn er lokaður á kvöldinn. Chill Out Bar er nálægt móttökunni, þar er útsýni yfir sjóinn. Pool snack bar er við sundlaugina með sér barnamatseðil, hann er opinn yfir daginn. 


FYRIR BÖRNIN

Leikvöllur og leikjaherbergi með Playstation og WII og barnalaug


STAÐSETNING

Rólegt hverfi, rúmlega 20 mín gangur niður að strönd Los Cristianos. Ath. hótelið er í mikilli brekku. 


AÐBÚNAÐUR Á OHASIS APARTMENTS

SUNDLAUG

MORGUNVERÐUR

BAR

SUNDLAUGARBAR

LEIKHERBERGI

SAUNA

LÍKAMSRÆKT

SPA

LEIKVÖLLUR

WIFI

Upplýsingar

Av. San Francisco, 15, 38650 Los Cristianos, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort