Hótel Tigotan Lovers and Friends er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Americas og í göngufjarlægð frá strönd og iðandi mannlífi. Hótelgarðurinn og umhverfi var endurnýjað árið 2016. Mjög fínn sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu og afþreying er í boði. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.
GISTING
Hægt er að velja um þrjár mismunandi tegundir af herbergjum.Tvíbýli, tvíbýli romance eða tvíbýli smart. Tvíbýli romance býður upp á opið herbergi með nuddpotti fyrir tvo og góða sturtu. Tvíbýli smart býður upp á mikla tækni en þar má finna gott wi-fi, USB tengi, góða hátalara og 47 tommu sjónvarp með tengi fyrir USB og HDMI. Einnig er hægt að óska eftir playstation tölvu. Öll herbergin eru einföld og snyrtileg, loftkæld, með síma, útvarpi,minibar, (áfylling aukagjald) sjónvarpi og baðherbergi með baðkari eða sturtu. Gestir geta leigt öryggishólf. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.
Með Smart og Romance herbergjum fylgir ,"Exclusive service" en hún felur í sér hraðsuðuketil og Nespresso vél á herbergjum, slopp og inniskó, lúxus baðvörur og flösku af vatni við komu á hótel.
Einnig fá gestir í þessum herbergjum ótakmarkaðann aðgang að “Exclusive Lounge” og 1 dag í viku er hægt að borða á veitingastað hótelsins, Santa Rosa Grill.
Hægt er að kaupa aukalega "Exclusive service" með öðrum herbergjatýpum.
AÐSTAÐA
Sundlaugagarðurinn er þægilegur með góðri sólbaðsaðstöðu. Á þakinu er sundlaug með nuddpotti og sólbaðsaðstaða þar sem hægt er að sóla sig í dásamlegu útsýni en auka gjald er tekið fyrir aðstöðuna þar. Handklæðaþjónusta er við sundlaugina. Nuddpottur og líkamsræktaraðstaða fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Á hótelinu er þjónusta á borð við hárgreiðslustofu, þvottaaðstöðu, stjónvarpsstofu og fleira. Gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu.
AFÞREYING
Gestir geta lokið deginum með hinum ýmsu skemmtikröftum sem troða upp á hótelinu.
VEITINGASTAÐIR
Gestir hótelsins eru í hálfu fæði og fá því morgunmat og kvöldverð á veitingastaðnum Areca Restaurant, þar er borinn fram gómsætur og fjölbreyttur matur í formi hlaðborðs. Á hótelinu er einnig veitingastaðurinn Santa Rosa Grill og tveir barir, þar af annar í sundlaugagarðinum.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í Playa de las Americas í göngufjarlægð frá strönd. Um 15 mínútna gangur er niður í miðbæinn.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL TIGOTAN
Hálft fæði
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sundlaugarbar
Nuddpottur
Sundlaug með útsýni
Skemmtidagskrá
Handklæðaþjónusta
Líkamsrækt
Heilsulind
Sjónvarpsstofa
Þvottahús
Hárgreiðslustofa
Areca Restaurant
Santa Rosa Grill
Loftkæling
Sími
Svalir
ATH
Upplýsingar
AVDA. ALFONSO CABRERA, 6 38660 Playa de las Americas, ES
Kort