Villa Cortes er 5 stjörnu gisting í fyrsta flokki fyrir þá kröfuhörðustu. Hótelið er byggt í fallegum mexíkóskum stíl og tilvalið til þess að slaka á ásamt því að njóta fremstu þæginda og þjónustu sem völ er á. Hótelið er frábærlega staðsett við litla strönd þar sem fallegt útsýni er yfir á La Gomera eyjuna. Fjöldi veitinga- og skemmtistaða í öllum regnbogans litum og alþjóðlegar verslanir með merkjavöru eru allt um kring í hjarta Playa de las Americas. Virkilega fallegur garður með stórri sundlaug með sér barnalaug. Fallegar, íburðamiklar setustofur þar sem reglulega píanó tónlist.
GISTING
Val er um einbýli, tvíbýli og svítur fyrir þá allra kröfuhörðustu. Herbergin eru vel útbúin, íburðarmikil og rúmgóð, innréttuð í mexíkóskum stíl. Glæsileg húsgögn í hefðarstíl eru í herbergjunum, stórt rúm, sófi, borð, skrifborð og skápur. Fullbúið lúxus með baði, sturtu og hárþurrku. Sloppur og inniskór á herbergjum.
Á herbergjunum má finna gervihnattasjónvarp, mini-bar og öryggishólfi. Svalir eða verönd fylgir hverju herbergi en greiða þarf sérstaklega fyrir garðsýni. Herbergin eru loftkæld.
AÐSTAÐA
Mjög stór sundlaug með fossi og sér barnalaug er í glæsilegum garði hótelsins sem snýr út að stórbrotnu hafinu. Trébekkir með dýnum, handklæðum og sólhlífum eru til handa gestum. Á hótelinu er leiksvæði þar sem er barnagæsla fyrir börn þegar mikill fjöldi barna er á hótelinu. Fyrir framan hótelið, við göngustíg við sjóinn er fjöldi leiksvæða fyrir börn. Fallegar setustofur eru á hótelinu með rólegu andrúmslofti þar sem stundum er leikin píanótónlist. Hótelið hefur sérstakt klúbbhús fyrir gesti og að sjálfsögðu er gestamóttakan opin allan sólarhringinn. Á Villa Cortés er bæði tennisvöllur og heilsulind með tyrknesku baði, þar sem úrval dekurmeðferða er í boði ásamt líkamsrækt fyrir þá sem vilja halda sér í formi og hárgreiðslustofu. Hótelinu tilheyrir lítil strönd þar sem eitt af veitingahúsum hótelsins er.
AFÞREYING
Reglulega er lifandi tónlist á hótelinu. Ótal afþreyingu er að finna á Tenerife og stutt frá hótelinu er hægt að fara i göngur, jeppaferðir, jet-ski, köfun ofl. 5 golfvellir eru nærri Villa Cortés.
VEITINGASTAÐIR
Val er um gistingu með morgunverð eða hálfu fæði. Veitingastaðir hótelsins bjóða frábært úrval lystisemda. Á hótelinu er einnig að finna ekta Bavarískt veitingahús, sælkerastaðinn Tiziano og Beach Club niður við ströndina.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett við litla strönd falleg útsýni yfir LA Gomera eyjuna, en jafnframt í göngufæri við iðandi mannlífið.
AÐBÚNAÐUR Á VILLA CORTES
Tvíbýli/svítur
Morgunverður/hálft fæði
Útisundlaug
Barnalaug
Trébekkir
Sólhlífar
Svalir/verönd
Skrifborð
Baðherbergi
Sloppur
Gervihnattarsjónvarp
Mini-bar
Sími
Loftkæling
Tennisvöllur
Heilsulind
Tyrkneskt bað
Setustofur
Lifandi tónlist
Veitingastaðir
Barir
Upplýsingar
Avenida Rafael Puig, 38660 Playa de las Americas, Tenerife, Spain
Kort