Santa Cruz

Iberostar Mencey Grand Hotel er 5 stjörnu hótel og jafnframt eitt glæsilegasta hótel Tenerife. Hótelið er staðsett í höfuðborginni Santa Cruz og er hótel sem á langa og glæsilega sögu. Hótelið var fyrst opnað fyrir gestum árið 1950 og hefur síðan átt hug og hjarta gesta og íbúa eyjunnar, enda byggt innan veggja eins flottasta herraseturs eyjunnar sem gefur hótelinu sérstakan sjarma. Hótelið hefur hægt og rólega, verið gert upp í fallegum nútímalegri stíl og engu til sparað við endurbygginguna, án þess þó að hótelið tapi hinu upprunanlegu útliti og sjarma byggingarinnar. Fullkomið hótel fyrir pör sem vilja slaka á í fallegu umhverfi og njóta há-klassa þjónustu. 

GISTING 
Herbergin eru öll glæsilega innréttuð, í nútíma hönnun, og hægt er að velja um garð- eða borgarútsýni. Þar er að finna öll helstu þægindi til að gera dvölina sem notalegasta. Glæsilegt baðherbergi með baðkari og sturtu, loftkæling, sjónvarp. Svalir eða verönd með garðhúsgögnum. 
Ef að gestir vilja gera sérstaklega vel við sig geta þeir valið hinar svokölluðu „Junior svítur“. Junior svíturnar eru einstaklega vel búnar og rúmgóðar svítur með setuaðstöðu, stóru baðherbergi með baðkari og sturtu og rúmgóðum svölum. 
 
Frítt, þráðlaust internet er á öllum herbergjum. 
 
AÐSTAÐA 
Hótelið er einstaklega fallega hannað og ró ríkir yfir öllu. Í garðinum er lítil og sjarmerandi sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er að finna öll nútíma þægindi eins og líkamsræktarstöð sem gestir geta nýtt sér að kostnaðarlausu, en einnig er að finna þar heilsulind, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, gegn vægu gjaldi.
 
VEITINGAR
Á hótelinu er einnig að finna frábæran veitingastað og chill out bar, þar sem framreiddir  eru dýrindis réttir að hætti hótelsins og í kjallaranum er svo stærsta Casino eyjunnar, og er innagegnt frá hótelinu.
 
STAÐSETNING 
Grand Hotel Mencey er staðsett í afar fallegu hverfi borgarinnar Santa Cruz, steinsnar frá iðandi lífi og verslunum auk frábærra veitningastaða og kaffihúsa, en um 15 mínútna gangur er niður í gamla bæinn og á aðal göngu og verslunar götu borgarinnar. Við hótelið er svo hinn fallegi listigarður Parque Garcia Sanabria, sem oft er kallaður Lunga höfuðborgarinnar.
 
AÐBÚNAÐUR Á GRAND HOTEL MENCEY 

Útisundlaug 

Sundlaugarbar 

Garður 

Heilsulind 

Nudd 

Líkamsræktaraðstaða

Casino

Tvíbýli 

Junior svítur 

Baðkar

Sturta 

Svalir/verönd 

Skrifborð 

Loftkæling 

Frítt internet 

Mini-bar

Hárblásari

Veitingastaður 

Snarlbar

Töskugeymsla 

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Ath. Viðhaldsframkvæmdir eiga sér stað 17.jun - 20jul 2024 á heilsulindinni á hótelinu ( "water circuit of the Spa Sensations" verður lokað).
 
Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.
 

Upplýsingar

Calle Doctor José Naveiras, 38 38004 Santa Cruz de Tenerife, Islas Canarias

Kort