Costa Adeje

Be Live La Nina er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Puerto Colon hafnarinnar, mitt á milli Costa Adeje og Playa de las Americas strandanna. Á hótelinu er góður sundlaugagarður ásamt innilaug og líkamsræktaraðstöðu.
Krakkaklúbbur fyrir 4-7 ára krakka. Rúmgóð herbergi og allt innifalið. Mjög gott hótel fyrir fjölskyldur, pör og vini.

GISTING 

Gestir velja um einbýli, tvíbýli eða fjölskylduherbergi. Einnig er hægt að greiða aukalega og tryggja sér herbergi með sjávarsýn. Herbergin eru nokkuð rúmgóð og búin helstu þægindum svo sem  fríu wifi, loftkælingu, baðherbergi, sjónvarpi, hljóðeinangruðum gluggum, öryggishófli (gegn leigu), minibar, lesljósi og fleiru. Á öllum herbergjum eru svalir/verönd og baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er góður sundlaugagarður með sundlaug og barnalaug ásamt innilaug og líkamsræktaraðstöðu. Gestir geta leigt handklæði í sundlaugagarðinum gegn vægu gjaldi. Heilsulind með tyrknesku baði er á hótelinu þar sem gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir(gegn gjaldi). Gestir geta fengið aðgang að þráðlausu interneti(gegn vægu gjaldi).

AFÞREYING 

Be Live La Nina er einungis 3,5 km í burtu frá Costa Adeje golfklúbbnum á La Pinta ströndinni. Það er glæsilegur 27 holu golfvöllur með útsýni yfir La Gomera eyjuna og Adeje fjöllin. Dagleg skemmtidagskrá er á hótelinu. 
Ýmis íþróttaiðkun í boði, vatnapóló, borðtennis, bogfimi og fullbúin heilsurækt. 

VEITINGASTAÐIR

Á þessu hóteli er allt innifalið. Það þýðir að gestir fá morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu ásamt völdum innlendum drykkjum og snarli milli mála. Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð, a la carte veitingastaður, bar og sundlaugabar sem sérhæfir sig í kokteilum.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir 4-7 ára börn, Minidiskó, sérstakur barna matseðill og barnalaug. 

STAÐSETNING

Be Live La Nina er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Puerto Colon hafnarinnar, mitt á milli Costa Adeje og Playa de las Americas strandanna. Hótelið er staðsett við fallega barnvæna strönd og er aðeins 100m gangur á ströndina. Puerto Colon svæðið er mjög skemmtilegt og iðar af mannlífi allan ársins hring, enda rómað fyrir skemmtilega veitingastaði, bari og verslanir. Höfnin sjálf státar af miklu lífi, þvi þaðan er farið í margar siglingar um svæðið og boðið er uppá fjölbreytta dagskrá sjóíþrótta. Fallegur göngustígur liggur meðfram ströndinni sem hentar bæði skokkurum, hjólafólki eða fyrir rólega göngutúra og leiðir fólk annað hvort yfir á Costa Adeje eða Playa de las Americas svæðið, sem er í um 30 mínútna göngufæri.

AÐBÚNAÐUR Á BE LIVE LA NINA 

Allt innifalið

Einbýli/Tvíbýli/Þríbýli

Lyfta

Útisundlaug 

Barnalaug 

Barnaklúbbur 

Sólbaðsaðstaða 

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar 

Sundlaugabar 

Heilsulind

Líkamsrækt 

Svalir

Míní-bar

Loftkæling 

Baðherbergi 

Hárþurrka 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 

Upplýsingar

Tenerife, Av. de España, s/n, 38660 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort