Hotel Bitacora er mjög gott 4ra stjörnu hótel sem uppgert var að hluta árið 2013. Hótelið er staðsett á suðurenda Playa de las Americas, um 350 metra frá ströndinni. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Leiksvæði fyrir krakka í garðinum og stutt í þjónustu.
GISTING
Rúmgóð og snyrtileg herbergi með góðu baðherbergi, síma, míní-bar, sjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Öll herbergi eru loftkæld. Hægt er að tryggja sér sundlaugasýn gegn gjaldi. Ísskápur er á herbergjum sem kostar 1 evru á dag í standard herbergjum en er innifalinn í superior herbergjum. Þó þarf alltaf að leggja fram 10 evrur í tryggingu.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er mjög fínn sundlaugagarður tveimur stórum sundlaugum og rennibrautum. Góð sólbaðsaðstaða með sólhlífum fyrir sólarþyrsta gesti. Gestir fá handklæði við sundlaugina. Stutt er í almenna þjónustu, veitingahús og verslanir frá hótelinu. Í garðinum er frábært leiksvæði fyrir börn. Frítt
AFÞREYING
Fjölbreytt skemmtidagskrá reglulega á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á kvöldin er lifandi tónlist og öll fjölskyldan getur dillað sér saman.
VEITINGASTAÐIR
Gestir velja annað hvort Hálft fæði eða allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í alþjóðlegri, fjölbreyttri matargerð. Við sundlaugina er snarlbar sem framreiðir meðal annars tapas rétti og er tilvalið að fá sér einn drykk þar eftir sundsprett.
Innifalið í „allt innifalið“ pakkanum á Hotel Bitacora er morgun-, hádegis- og kvöld verður á hótelinu á hlaðborðsveitingastað hótelsins ásamt léttu snarli og innlendum drykkjum.
Morgunverður: 07:00-10:00 hlaðborð, ávaxtadjús, kaffi og te.
Hádegisverður: 13:00-15:00 hlaðborð, rósavín, rauðvín, hvítvín, sangría, bjór, gos, vatn.
Kvöldverður: Hlaðborð, rósavín, rauðvín, hvítvín, sangría, bjór, gos og vatn.
Á milli 10:00 og 18:00: snarl, tapas, ís, heitir drykkir, gos, bjór, vatn og valdir áfengir drykkir á Palapa restaurant og bar. Á milli 18:00 og 24:00 fá gestir valda áfenga drykki, sangríu, bjór, heita drykki, gos og vatn á Music-Hall bar hótelsins.
FYRIR BÖRNIN
Í garðinum er mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir börn með rennibrautum ofl. Skemmtidagskrá miðuð að krökkum er einnig á hótelinu og minídiskó á kvöldin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett á suðurenda Playa de las Americas, um 350 metra frá ströndinni, rétt hjá La Siesta og Best Tenerife hótelunum sem margir þekkja.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL BITACORA
Hálft fæði/allt innifalið
Útisundlaugar
Barnalaug
Leiktæki
Tvíbýli/einbýli
Skemmtidagskrá
Lifandi tónlist
Barnadagskrá
Mini-diskó
Hlaðborðsveitingastaður
Tapasbar
Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu
Loftkæling
Sími
Sjónvarp
Rennibrautir
Handklæði
Sólbaðsaðstaða
Upplýsingar
C/ California, 1 | PO Box 133 Playa de las Americas Tenerife
Kort