Playa de las Americas

Compostela Beach Club Aparthotel er einfalt 3ja stjörnu íbúðahótel, með fallegum garði, staðsett skammt frá golfvelli á Playa de las Américas. Fallegur, gróðursæll garður með sundlaug. Á hótelinu er einnig lítil matvöruverslun en um 15 mínútna ganga er í næstu verslanir og veitingahús. Stutt er í golfvöll og er hótelið því tilvalið fyrir þá sem kjósa að vera í nálægð við golfvöll. 

GISTING

Íbúðirnar eru snyrtilegar og einfaldar með einu svefnherbergi. Þær eru með setustofu og eldhúskrók ásamt baðherbergi með baðkari eða sturtu. Hótelið býður upp á sérstakar íbúðir fyrir hreyfihamlaða en panta þær sérstaklega, þær íbúðir snúa hinsvegar allar út á götu. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er fallegur garður með pálmatrjám og þar er að finna sundlaug. Sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum umhverfis sundlaugina. Á hótelinu er einnig lítil matvöruverslun. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti. 

AFÞREYING

Á Compostela Beach Club er leikvöllur fyrir börn og leikjaherbergi fyrir alla fjölskylduna með nettengdum tölvum(gegn gjaldi). Á barnum er gervihnattasjónvarp með íþróttarásum fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu. 

VEITINGAR

Val er um íbúð án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis og kvöldverð. Kvöldverðinn geta gestir snætt úti á verönd. Á hótelinu er einnig sundlaugabar.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett á milli Playa de las Americas og Los Cristianos við golfvöllinn Golf Las Americas og 700 metra frá Las Vistas ströndinni. 900 metra frá miðbæ Los Cristianos og 1,5 km frá miðbæ Playa de las Americas þar sem er að finna ótal veitinga- og skemmtistaði og verslanir. 

AÐBÚNAÐUR Á COMPOSTELA BEACH CLUB 

Útisundlaug 

Sólbekkir 

Leikvöllur 

Sundlaugabar 

Hlaðborðsveitingastaður 

Matvöruverslun

Íbúð með einu svefnherbergi

Baðherbergi 

Svalir/verönd 

Lítið eldhús 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Campo de Golf de Las Américas 38660 Playa de las Amércias / Arona, Tenerife, Spánn

Kort