Puerto de la Cruz

GF Noelia er notalegt 3 stjörnu hótel staðsett á NORÐUR hluta eyjunnar, við Puerto de la Cruz. Sundlaug, sólbaðsaðstaða og veitingastaður eru á hótelinu.

Gisting:

Herbergin eru smekkleg og hafa m.a. sjónvarp, síma, ókeypis wifi og loftkælingu. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku.

 

Aðstaða og afþreying:

Góð sundlaug er í garði hótelsins auk sólbaðsaðstöðu. Leikjaherbergi og leikvöllur er á staðnum fyrir börnin. Einnig er smávöruverslun þar sem gestir geta verslað.

 

Veitingar: 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytta rétti auk bars. 50 m eru í veitingastaði utan hótelsins.

 

Staðsetning:

Staðsett 300 m frá Playa Jardin-ströndinni, 50 m frá veitingastöðum og börum við hótelið, 40 km frá næsta flugvelli. 

 

Aðbúnaður:

Sturta/baðkar

Sjónvarp

Wifi

Loftkæling

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Sundlaug

Stutt frá strönd

Leikvöllur

Leikjaherbergi

 

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

Upplýsingar

C/ Hermanos Fernández Perdigón, 9, 38400 Puerto de la Cruz, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort