Gran Oasis Resort er nútímalegt 4* ný uppgert hótel á góðum stað sunnanlega á Tenerife á Amerísku ströndinni. Stórkostlegt útsýni yfir golfvöllinn og atlantshafið. Hótelið stendur í hlíð og gæti því hentað þeim illa sem eiga erfitt með gang.
GISTING
Íbúðirnar og svíturnar eru bjartar og fallegar en hægt er að velja á milli eins herbergja eða tveggja herbergja íbúðir eða svítur.
Vel búið eldhús, stofa, sími, loftræsting, sjónvarp og svalir.
AÐSTAÐA
Móttaka hótelsins er opin allan sólahringinn. Hægt er að taka skutlu ókeypis frá hótelinu að Amerísku ströndinni. Á hótelinu er fallegur, gróðursæll garður með tveimur sundlaugum fyrir fullorðna og einni barnalaug sem eru upphitaðar á veturna. Góð aðstaða til sólbaða í garðinum þar sem gestir geta sleikt sólina og kælt sig niður með köldum drykkjum frá snarlbarnum í garðinum. Lítil en vel búin líkamsræktarstöð, heilsulind þar sem hægt er að fá nudd og láta dekra við sig. Að auki er lítill súpermarkaður og þvottaaðstaða. Hótelið býður upp á að leigja handklæði fyrir sundlaugina sem hægt er að skipta út vikulega.
AFÞREYING
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin er lifandi tónlist eða sýningar. Hótelið er staðsett rétt við golfvöll og því tilvalið að sameina fjölskylduskemmtun og góðan tíma á golfvellinum. Einnig er hótelið í stuttri fjarlægð frá skemmtigörðunum Aqualand og Siam Park.
VEITINGASTAÐIR
Veranda: hlaðborðsveitingastaður með gott úrval. Opinn á morgnanna, hádeginu og kvöldin.
Poolbar Oasis: Við sundlaugarbarinn er gott að slaka á og fá sér hádegisverð eftir sundsprett. Á barnum er hægt að fá góðan mat og drykk.
Heladería Oh LaLa: kaffihús með ís, kökum, kaffi og fleiru góðgæti.
Snack Bar: Er við hliðina á aðal sundlauginni, lítill garðskáli gerður úr viði og pálmatrjám þar sem hægt er að fá samlokur og rúnstykki.
FYRIR BÖRNIN
Barnalaug, leikherbergi, krakkaklúbbur og krakkadiskó.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett sunnanlega á Tenerife á milli Los Christianos og Amerísku ströndinni. Stutt frá Siam Park vatnsrennibrautargarðinum, Safari verslunarmiðstöðinni, Aqualand og Las Américas golfvellinum. Hótelið býður upp á ókeypis rútuferðir á Amerísku ströndina.
AÐBÚNAÐUR Á GRAN OASIS RESORT
Útisundlaug
Barnalaug
Sólbaðsaðstaða
Snarlbar
Sundlaugabar
Bar
Skemmtidagskrá
Lifandi tónlist
Barnadagskrá
Skemmtikraftar
Hlaðborðsveitingastaður
Súpermarkaður
Íbúðir með tveimur svefnherbergjum
Eldhús
Baðherbergi
Svalir eða verönd
Loftkæling
Frítt internet
Líkamsrækt
Heilsulind
Leikjaherbergi
Sólarhringsmóttaka
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Upplýsingar
Calle Meandro, 3, 38640 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn
Kort