Playa de las Americas

Green Garden Resort & Suites er vinsælt 4 stjörnu íbúðarhótel á Amerísku ströndinni. Fallegur og gróðursæll garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Íbúðirnar eru vel útbúnar öllu því helsta sem þarf í fríinu og geta rúmað allt að 6 manns. Mjög stutt er í Siam Park og golfvöllinn Golf las Americas. Hægt er að velja um allt innifalið, hálft fæði, morgunverð eða ekkert fæði. Hótelið býður upp á skipulagðar rútuferðir niður í bæ nokkrum sinnum á dag.

GISTING 

Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum en íbúðirnar er útbúnar öllu því helsta t.d. gott eldhús, stofa, sími, stórar svalir eða verönd, loftkæling, loftvifta í aðal svefnherberginu og plasma sjónvarp. Íbúðinar með tveimur svefnherbergjum eru um 90 fm og rúma allt að 6 manns.

Þær í búðir sem eru með eitt herbergi eru um 60 fm og á einni hæð og íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru á tveimur hæðum. Þær íbúðir sem eru útbúnar fyrir hjólastóla eru á einni hæð. 

AÐSTAÐA

Fallegur og gróðursæll garður með góðri sólbaðsaðstöðu, tveimur sundlaugum, einni barnalaug og leikvelli. Sundlaugarnar eru upphitaðar. Á staðnum er súpermarkaður þar sem hægt er að nálgast allt mögulegt, frítt wifi og aðstaða til þess að þvo þvott (gegn gjaldi). Frá hótelinu er frí skutla að Siam Park og að ströndinni. 

AFÞREYING

Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu fyrir börn og fullorðna allt frá morgni til kvölds. Fyrir börnin má finna krakkaklúbb, mini diskó og leikjaherbergi (gegn gjaldi). Gestir geta fengið aðgang að SPA gegn gjaldi en þar er hægt að njóta sín í ýmsum meðferðum. Einnig er líkamsrækt, tyrkneskt bað og nuddpottur til staðar. Að auki er flott hjólaaðstaða, þar sem hægt er að leigja hjól á sanngjörnu verði. 

VEITINGASTAÐIR

Las Palmeras býður upp á morgunverðarhlaðborð og a la carte hádegisverð. Opið er fá 8:00 - 22:00. Þar er einnig hægt að næla sér í snarl yfir daginn. Sér hlaðborð fyrir krakka í þeirra hæð. Á Sahara veitingastaðnum er mælt með því að leyfa kokkinum að koma þér á óvart með dásamlegum mat og notalegri kvöldstund. Við sundlaugina er BBQ veitingastaður. 

Hægt er að velja allt innifalið, hálft fæði, morgunverð eða ekkert fæði.

FYRIR BÖRNIN 

Barnalaug, leikvöllur, krakkaklúbbur, mini diskó og leikjaherbergi (gegn gjaldi). Börnin munu hafa nóg fyrir stafni í fríinu. 

STAÐSETNING 

Staðsett á Amerísku ströndinni, Stutt frá Siam Park og golfvelllinum Golf las Americas. Laugavegurinn er í 10 min akstursfjarlægð. Hótelið býður upp á skipulagðar rútuferðir niður í bæ nokkrum sinnum á dag.

AÐBÚNAÐUR Á GREEN GARDEN RESORT & SUITES

Íbúðir með tveimur svefnherbergjum

Loftkæling

Plasma sjónvarp

Eldhúsaðstaða

Sími

Svalir/verönd

Tvær sundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Skemmtidagskrá

Leikvöllur

Krakkaklúbbur

Mini diskó

Veitingastaður

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

Calle Landa Golf, 1, 38650 Playa de la Américas, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort