Puerto de la Cruz

Riu Garoe er flott 4 stjörnu hótel staðsett 1 km frá Playa Martinez ströndinni á NORÐUR hluta eyjunnar. 2 sundlaugar, sólbaðsaðstaða, heilsulind og skemmtidagskrá eru m.a. á hótelinu. Njóttu vel á Tenerife.

 

Gisting:

Herbergin eru smekkleg hafa m.a. sjónvarp, síma, ókeypis wifi og loftkælingu. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku.

 

Aðstaða og afþreying:

2 sundlaugar eru í garði hótelsins, önnur þeirra barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða er við laugarbakkana. Gestir geta sótt heilsulind hótelsins sem býður uppá fjölda heilsumeðferða. Einnig er gufubað, heitur pottur og sána. Skemmtidagskrá er á hótelinu auk tennisvallar, mini golfvallar, líkamsræktar og leikjaherbergis og leikvallar fyrir börnin.

 

Veitingar: 

2 veitingastaðir eru á hótelinu með fjölbreytta matargerð. Einnig er bar. Stutt er í veitingastaði utan hótelsins, eða aðeins 100 m.

 

Staðsetning:

Staðsett 1 km frá strönd, 100 m frá veitingastöðum og börum við hótelið, 40 km frá næsta flugvelli. 

 

Aðbúnaður:

 

Sundlaugar

Heilsulind

Skemmtidagskrá

Sána

Gufubað

Heitur pottur

Líkamsrækt

Sturta/baðkar

Sjónvarp

Bar

Lotfkæling

Leikvöllur

Mini golf

Tennisvöllur

Leikjaherbergi

Veitingastaðir

 

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

Upplýsingar

Calle Dr. Celestino Gonzàlez Padrón, 3 38400 Puerto de la Cruz Santa Cruz de Tenerife Spánn

Kort