Los Cristianos

HG Cristian Sur 3ja stjörnu heimilisleg íbúðagisting í Los Cristianos ströndinni og miðbæ Los Cristianos þar sem finna má úrval af frábærum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og góð aðstaða til sólbaða. 

GISTING 

Íbúðirnar eru rúmgóðar, bjartar og búnar helstu þægindum. Eldhúskrókur með ísskáp, katli og brauðrist. Setustofa með sófa og sjónvarpi. 

AÐSTAÐA

Góður garður með tveimur sundlaugum, þar af önnur upphituð og góð aðstaða til sólbaða með bekkjum og sólhlífum. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. Á móti hótelinu er nýleg líkamsrækt og hægt er að fara í nudd gegn gjaldi. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í Los Cristianos og um 10 mínútna gangur er að Los Cristianos ströndinni og miðbæ Los Cristianos þar sem finna má úrval af frábærum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. Los Cristianos er sjarmerandi gamall bær á suðurhluta eyjunnar og í um 20 mínútna gangi frá Playa de Las Americas þar sem margt er um að vera allt árið um kring. 

AÐBÚNAÐUR Á HG CRISTIAN SUR 

Íbúðir 

Þráðlaust internet(gegn gjaldi)

Skrifborð 

Lítið eldhús

Útisundlaug

Upphituð sundlaug

Líkamsrækt

Nudd

Hlaðborðsveitingastaður

Snarlbar 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Av. Ámsterdam, 4, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife,

Kort