Los Cristianos

Coral Los Alisios er ný uppgert (2017) íbúðahótel með 146 íbúðum. Hótelið er á suðurströnd Tenerife - í Los Christianos og í rúmlega kílómetra fjarlægð frá ströndinni. 

GISTING

Íbúðirnar og svíturnar eru þægilegar, nútímalegar og bjartar.  
Þær eru  með svölum, svefnherbergi , stofu með svefnsófa, eldhúsi með eldahellum, örbylgjuofni, ísskáp, kaffivél, síma, flatskjá, WiFi og öryggishólfi. Á baðherberginu er sturta. Næstum allar íbúðirnar eru með útsýni yfir sundlaugina. Engin loftkæling er á herbergjum, en hægt er að leigja viftur inn á íbúðir. 

AÐSTAÐA
Sundlaug sem er upphituð á veturna, þar er sér busllaug með leiktækjum fyrir börn. Við sundlaugina er fallegur garður og góð aðstaða til sólbaða.  Móttakan er opin allan sólahringinn, á hótelinu er lyfta. Einnig er líkamsræktar aðstaða. 

VEITINGASTAÐIR
Hlaðborðsveitingastaðurinn er með stórri verönd. Einnig er sundlaugarbar. 

STAÐSETNING
Golfvöllurinn Las Americas er í 1.6 km fjarlægð. Strönd er í rúmlega 1 km. fjarlægð og Siam Park í 2.5 km fjarlægð. 

 

Upplýsingar

Carretera Vieja a Guaza, s/n, 38627 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort