Los Cristianos

Coral Los Alisios er ný uppgert (2017) íbúðahótel með 146 íbúðum. Hótelið er á suðurströnd Tenerife - í Los Christianos og í rúmlega kílómetra fjarlægð frá ströndinni. 

Íbúðirnar

Svíturnar eru þægilegar, nútímalegar og bjartar.  
Þær eru 70 fermbetrar með svölum, svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum, stofu með svefnsófa, eldhúsi með eldahellum, örbylgjuofni, ísskáp, kaffivél, síma, flatskjá, WiFi og öryggishólfi. Á baðherberginu er sturta. Næstum allar íbúðirnar eru með útsýni yfir sundlaugina. 

Aðstaða
Sundlaug sem er upphituð á veturna, þar er sér busllaug með leiktækjum fyrir börn. Við sundlaugina er fallegur garður og góð aðstaða til sólbaða.  Móttakan er opin allan sólahringinn, á hótelinu er lyfta. Einnig er líkamsræktar aðstaða. 

Veitingar
Hlaðborðsveitingastaðurinn er með stórri verönd. Einnig er sundlaugarbar. 

Staðsetning
Golfvöllurinn Las Americas er í 1.6 km fjarlægð. Strönd er í rúmlega 1 km. fjarlægð og Siam Park í 2.5 km fjarlægð. 

 

Upplýsingar

Carretera Vieja a Guaza, s/n, 38627 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort