General del Sur

Þetta sannkallaða lúxus hótel er staðsett á Guia de Isora svæinu á Tenerife þar sem meðalhitastiginn eru 23°. Út frá hótelinu er gott útsýni yfir Gomera og Atlantshafið. Umlukið görðum og pálmatrjám. 

GISTING

Herbergin eru fallega innréttuð og rúmgóð. 
Á öllum herbergjum er Wifi, Smart sjónvarp, baðherbergi, eldhús og setustofa með verönd.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er hægt að fá einkaþjálfun, nudd, snyrtimeðferðir og fleira. 
Tvær upphitaðar infinity sundlaugar þar sem gott er að slaka á í sólinni og njóta kokteila. Góð aðstaða til sólbaða með sólbekkjum og slökunarsvæði.
Einnig er grunn laug fyrir þau yngstu, 

AFÞREYING

Mjög góður tennisvöllur er á hótelinu.  72 par golfvöllur á svæðinu sem var hannaður af Dave Thomas, hentar bæði byrjendum og lengra komnum. 
Á hótelinu er hægt að bóka ýmsar ferðir, t.d. göngu upp á Teide, heimsóknir í vínekrur, Ferrari ferðir, 4x4 ferðir og fleira. 

VEITINGASTAÐIR

Restaurante Melvin sérhæfir sig í spænskri matargerð, er opinn frá hádegi til kvölds.
Sundlaugabarinn er með góða drykki og snarl. 
Á hótelinu er lítil verslun þar sem hægt er að kaupa vín, hunang, osta, tómata, ávexti og fleira. 

FYRIR BÖRNIN

Á daginn er dagskrá fyrir krakka á aldrinum 4 til 14 ára, mismunandi leikir og skemmtun. 

STAÐSETNING

Hótelið er á Guia de Isora svæinu á Tenerife.

AÐBÚNAÐUR Á LAS TERRAZAS DE ABAMA 

Útisundlaug

Barnalaug

Upphituð sundlaug

Stutt í strönd

Skemmtidagskrá

Barnadagskrá

Sólbaðsaðstaða 

Íbúðir 

Svalir eða verönd

Baðherbergi 

Líkamsrækt

Nudd

Tennisvöllur

Golfvöllur

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

 

Upplýsingar

Carretera General del Sur, TF-47, 38687 Guía de Isora, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort