Playa de las Americas

H10 Conquistador er mjög vel staðsett 4 stjörnu hótelgisting í hjarta Playa de las Americas, rétt við hinn svokallaða „Laugarveg“.Herbergin eru fallega innréttuð og vel útbúin. Garðurinn snýr út að Atlantshafinu, er stór og með öllum þægindum sem hugsast getur. 

GISTING 

Snyrtileg tvíbýli með svölum eða verönd. Einnig er hægt er að velja tvíbýli privilege en því herbergi fylgir sér sólbaðsaðstaða, nuddpottur og útsýni yfir hafið. Herbergin eru ekki stór en vel búin með loftkælingu og sjónvarpi. Baðherbergi með sturtu eða baðkari, hreinlætisvörur og  hárþurrku. Hægt er að leigja mini-bar og öryggishólf.

AÐSTAÐA 

Hótelið er fallega og smekklega innréttað með stórum, gróðursælum garði. Þar er útisundlaug, barnalaug og góð aðstaða til sólbaða. Heill heimur út af fyrir sig. Frítt internet er í sameiginlegu rými. Þvottahús og tennisvöllur er á hótelinu(gegn gjaldi). 

AFÞREYING 

Þeir sem vilja fá sem mest út úr fríinu geta eytt degi(eða dögum) að láta dekra við sig á heilsulind hótelsins. Þar er að finna innilaug, nuddpott, tyrkneskt bað, gufubað, líkamsrækt ofl. Allskonar skemmtileg íþróttadagskrá í boði. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaðurinn Tajinaste Restaurant sem framreiðir fjölbreyttan mat í hlaðborði. Ítalskur veitingastaður opnaði nýlega á hótelinu. morgunverður er á La Vita é Bella veitingastaðnum.. Á hótelinu eru nokkrir barir m.a. einn við sundlaugina. 

FYRIR BÖRNIN 

Leiksvæði er fyrir börnin og barnaklúbburinn Daisy club er starfandi. 

STAÐSETNING 

Hótelið er mjög vel staðsett í hjarta Playa de las Americas, rétt við „Laugarveginn“. Að okkar mati, eitt besta 4 stjörnu hótel sem suðurhluti Tenerife býður uppá.

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avenida Rafael Puig Lluvina, 38650 Arona, Spain

Kort