Costa Adeje

Hótel RIu Palace, er 5 stjörnu lúxus hótel  í einstöku og friðsælu umhverfi, heillandi sjávarútsýn og  staðsett  við strönd. 

 
Gisting:
 
Riu Palace býður upp á rúmgóð tveggja manna herbergi sem ýmist eru með svölum eða verönd. Hægt er að fá standard herbergi, herbergi  með sjávarsýn og herbergi með hliðar sjávarsýn. 
Öll herbergi eru með svölum eða verönd,  loftkælingu og þráðlaust internet.
Hægt er að fá minibar og öryggishólf gegn gjaldi. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða:
 
Hótelið er fallega innréttað, góður gróðursæll garður er á hótelinu með sólbaðs aðstöðu, sólbekki og sólhlífar, tvær útisundlaugar, útsýnislaug með baliskum rúmum, upphitaða innilaug og barnalaug.  
Líkamsrækt þar sem hægt er að taka á og gufubað og Body Love vellíðunaraðstaðan  þar sem hægt er að slaka á og njóta meðferða og nudds.(aukagjald) 
Barir:  í setustofu, gestamóttöku og á veröndinni við sundlaugina. Þráðlaust internet og 24 tíma móttaka.
 
Afþreying:
 
Lifandi tónlist, skemmtidagskrá, dásamlegar strendur í nálægð við hótelið, hægt er að fara í skoðunarferðir svo sem Teide þjóðgarðinn, Corona Forestal náttúrugarðinn eða skoða Los Gigantes klettana.  Fyrir golfarana er ekki langt í næsta golfvöll.
 
Veitingar:
 
3 veitingastaðir eru á hótelinu: 
 
Restaurant #1 morgunverður og kvöldverður, hlaðborð
Krystal : Menu  Á  la Carte  
Restaurant #3 hádegisverður og kvöldverður :  Á la Carte.
 
Fyrir börnin:
 
Barnalaug, leiksvæði og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa
Hægt er að óska eftir barnagæslu (aukagjald)
 
Staðsetning og áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Costa Adeje, fjarlægðir frá hóteli: Flugvöllur 17.4 km , El Duque Castle 0.7km , Plaza del Duque shopping center 0.9km
La Pinta Beach 2km, Golf Costa Adeje 2km, Aqualand vatnagarðurinn,  2.6 km, Siam Park 3.3 km  
 
Aðbúnaður
Tveggja manna herbergi 
Eins manns herbergi
Svalir eða Verönd
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf ( gegn gjaldi)
Minibar ( gegn gjaldi
Loftkæling
Útisundlaugar
Barnalaug
Barnaleiksvæði
Sundlaugarbar
Vellíðunaraðstaða
Líkamsrækt og gufubað
Sólbaðs aðstaða
Veitingastaðir/barir
Skemmtidagskrá og sýningar
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Urbanización La Herradura Adeje - Tenerife - 38670

Kort