Costa Adeje

Hótel Gran Tacande er 5 stjörnu lúxushótel á Costa Adeje strandlengjunni, við Playa del Duque ströndina. Hönnun hótelsins er sérstaklega falleg en er skipt upp í 4 byggingar og hvert hús hefur sinn sérstaka stíl frá Kanaríeyjum. Keppst er við að gera dvöl þína ógleymanlega með frábærri staðsetningu, glæsilegri hönnun og úrvals þjónustu og afþreyingu. Alvöru lúxus.

GISTING 

Herbergin eru staðsett í fjórum byggingum og snúa þau ýmist að sundlaugagarðinum, eða með útsýni yfir Costa Adeje og Playa Americas eða til fjalla. Herbergin eru stórglæsileg og rúmgóð með hjónarúmi eða tveimur stökum rúmum, svefnsófa, borði, skrifborði og rúmgóðum svölum með setustólum. Öll herbergi eru loftkæld og þar má finna síma, sjónvarp, útvarp, öryggishólf og mini-bar. Stór, tvískipt baðherbergi með sturtu, baðkari og hárþurrku. Tvíbýlin eru góð fyrir þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Okkar mat er að hótelið sé 4 stjörnur.

AÐSTAÐA 

Fallegur garður með tveimur góðum sundlaugum(þar af önnur upphituð), barnalaug og nuddpotti. Í sundlaugargarðinum er fyrsta flokksaðstaða fyrir sólarþyrsta með sólbekkjum, handklæðum og sólhlífar. Í garðinum er einnig notalegur veitingastaður með fallegri verönd ásamt snakkbar fyrir þá sem vilja eitthvað einfaldara. Tennisvöllur, heilsulind, líkamsræktarstaður, internet aðstaða og að sjálfsögðu gestamóttaka sem er opin allan sólarhringinn. Við hótelið er tennisvöllur og 2000 metra heilsulind sem er opin gestum gegn vægu gjaldi. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi og láta dekra við sig er þar meðal annars nuddpottur, tyrkneskt bað, gufubað og tækjasalur. Boðið er upp á alhliða nudd og ýmsar meðferðir sem stuðla að vellíðan ásamt snyrti og hárgreiðslustofu. Frítt internet er á sameiginlegu svæði. 

AFÞREYING 

Reglulega troða skemmtikraftar upp á hótel barnum. 

VEITINGASTAÐIR

Val er um morgunverð eða hálft fæði. Á Gran Tacande eru þrír veitingastaðir þar sem hver og einn býður upp á fjölbreytta matseðla og úrvalsþjónustu. Frábært morgunverðar og kvöldverðarhlaðborð sem svignar undan kræsingum. Veitingastaðirnir bjóða upp á kanarískan, spænskan og alþjóðlegan mat. Nokkrir hótelbarir eru á hótelinu þar sem róleg stemning er og gestir og stundum er lifandi tónlist. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er leikherbergi þar sem er barnagæsla og krakkaklúbbur með dagskrá fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Í nágrenninu er fjöldi veitingastaða. Hin glæsilega verslunarmiðstöð Plaza del Duque er rétt við hótelið með, apóteki, banka, matvörubúð og sérverslunum með merkjavöru. Playa de las Americas er í 3,5 km fjarlægð frá Costa Adeje ströndinni.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL GRAN TACANDE 

Tvíbýli/Svítur 

Morgunverður/hálft fæði 

Hjónarúm/tvö einbreið 

svefnsófi 

Baðherbergi

Svalir 

Loftkæling 

Öryggishólf 

Sjónvarp 

Sturta 

Baðkar

Frítt internet í sameiginlegu rými. 

Útisundlaug 

Upphituð sundlaug

Barnalaug 

Nuddpottur 

Sólbekkir 

Sólhlífar

Snarlbar

Tennisvöllur 

Heilsulind 

Líkamsrækt 

Sólarhringsmóttaka

Þrír veitingastaðir 

Hlaðborð 

Bar 

Skemmtidagskrá 

Krakkaklúbbur 

Barnagæsla 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avda. Alcalde Walter Paetzman, s.n Playa del Duque, Adeje Spain

Kort