Strandferð til Balí

Balí er sönn paradís á jörðu og hefur upp á að bjóða hvítar strendur, tæran sjó og iðandi mannlíf - Komdu og upplifðu þetta ævintýri með okkur!

 

Um Balí ferðina!

Hvenær? Skoða dagsetningar í bókunarvél

Þægileg ferð með íslenskri farastjórn og fyrsta flokks flugum til og frá Balí. Lágmarks biðtímar í millilendingum, töskur fara alla leið og framúrskarandi boutique hótel sem bjóða upp á bæði lúxus og lókal upplifun.

Flug? Icelandair + Emirates. Aðeins einn flugmiði alla leið, ekkert vesen.

Hvar? Í vellystingum á ströndinni í Seminiyak. Upplifðu það besta sem Balí hefur uppá að bjóða á besta stað á eyjunni. Stutt í alla afþreyingu og úrval veitingastaða, skemmtistaða og verslana.

Verð frá? Skoða verð í bókunarvél

Viltu vita meira um ferðina - sendu póst á info@sumarferdir.is 

Hápunktar ferðarinnar

Paradísareyjan Balí bíður eftir þér með ótrúlega upplifun, ólíka öllu öðru. Hamingjusamir heimamenn, endalaus sól og hvítar strendur.

Ferðin er fyrsta flokks og hvort sem þú vilt slappa af og hugleiða eða halda á vit ævintýranna þá eru frábærar dagsferðir í boði.

• Brimbretti, hjóla- og gönguferðir og köfun

• Jóganámskeið, spa og ótrúlegt umhverfi til þess að hugleiða

• Upplifðu ótrúlega náttúru

• Samvera með skemmtilegu fólki. Ævintýragjörnum íslendingum og/eða lífsglöðum heimamönnum.

Íslensku fararstjóri: Apríl Harpa Smáradóttir - sem þekkir Balí mjög vel. 

 

Apríl Harpa Smáradóttir - Enginn þekkir Balí betur en Apríl Harpa sem hefur búið á eyjunni í fjölda ára og rekur þar vinnustofu og verktakafyrirtæki auk þess að kenna jóga og sinna ævintýraþyrstum ferðalöngum frá Íslandi. Apríl mun, ásamt innlendum leiðsögumönnum, taka á móti farþegum við komu og sinna þeim með hvað eina sem hægt er, hvort heldur sem köfun eða fljótasiglingar, valin listagallerí eða besta næturklúbbinn, hjólaferðir eða miðnæturmessu í fjallahofi.

 

Skoða hótel - smella sér beint í bókunarvél!

ERTU MEÐ HÓP? 10+ ÞÁ SÉRSNÍÐUM VIÐ ASÍUFERÐIR FYRIR HÓPINN ÞINN! HEYRÐU Í OKKUR INFO@SUMARFERDIR.IS

Jóga - köfun - spa - gönguferðir - hjólaferðir - strandpartý - sörf - skútusiglingar -

endalaus ævintýri...

 

Seminyak er einn fremsti og vinsælasti strandbær Balí. Í upphafi ferðaþjónustu á Balí voru það strandstaðirnir Kúta og Sanúr sem byggðust fyrst upp og hefur Sanúr haldið sínum sjarma með sterkri tengingu við sögu og fortíð eyjunnar þar sem hægt er að upplifa og vera í góðri nánd við menningu og mannlífið. Kúta varð stuð og djammstaður eyjunnar en norðan við Kúta byggðist upp nýr elegant bær sem er Seminyak.

Í dag státar Seminyak af því að vera fágaður stuðstaður þar sem flottustu veitingastaðir og hótel eyjunnar eru í bland við flottustu verslanirnar og allstaðar er líka að finna fjöruga bari, matvöruverslanir, húðflúrstofur og alla mögulega aðra þjónustu.

Úrvals hótel á Balí

THE HAVEN  ***

The Haven er traustur og hagstæður kostur á besta stað í Seminyakbænum. Það er rétt um 5 mínútna gangur á ströndina þar sem hóteli er með eigin strandklúbb/Beach Club.


Á hótelinu er góður veitingastaður og heilsulind en í nágrenni hótelsins eru fjölmargir góðir veitingastaðir, verslanir og ýmiss þjónusta.

GRAND MERCURE  ****

Grand Mercure hótelið í Seminyak er frábært afdrep í miðjum bænum með alla þjónustu og myndarlegt sundlaugasvæði en um leið umkringt ys og þys bæjarins með úrvali skemmtistaða, veitingastaða og allri almennri þjónustu utan hótelveggjanna.

Hótelið er steinsnar frá ströndinni eða í rétt um mínútu göngufjarlægð. Góður veitingastaður og skemmtilegur bar prýða hótelið auk heilsulindar og líkamsræktar.

INDIGO *****

Indigo er perlan við strönd Seminyak. Dýrlegt hótel sem býður uppá ríkulegt dekur í umhverfi, veitingum og þjónustu.
Fjöldi dásamlegra veitingastaða, kaffihúsa og bara. Heilsulindin er himnesk og sundlaugasvæðið og ströndin engu minni himnasæla.
Utan hótelsins er að finna marga af flottustu og bestu veitinga- og skemmtistöðum Seminyak.
 

DAGSKRÁ FERÐAR

MISMUNANDI DAGSKRÁ EFTIR BROTTFÖR OG LENGD FERÐAR: EN FLESTAR FERÐIR ERU MEÐ ÞESSU MÓTI:

DAGUR 1

Leggjum af stað frá Íslandi með Icelandair og Emirates um Osló/Kaupmannahöfn og Dubaí. Farangur innritaður alla leið. Þétt og góð tengiflug.

 

DAGUR 2

HALLÓ BALÍ: Móttaka á flugvellinum og ekið til Seminyak þar sem Apríl leiðbeinir ferðalöngum um nágrenni hótelsins.

 

NÆSTU DAGAR

Rólegir dagur í dásemd Seminyak. Fjöldi valfrjálsra ferða í boði auk þess sem Apríl er til aðstoðar og innlendir leiðsögumenn og umsjónaraðilar eru til taks.

 

SÍÐASTI DAGUR FYRIR BROTTFÖR

Síðasti dagurinn á Balí. Að kvöldi er haldið á flugvöll tímanlega fyrir heimflug um Dúbaí og Osló/Kaupmannahöfn sem leggur af stað rétt eftir miðnætti.

 

HEIMKOMA

 Heimflug. Lent á Íslandi úthvíld og endurnærð með sól í hjarta.

SKOÐUNARFERÐIR

HJÓLAÐ Á BALÍ – FJALLAHJÓLAFERÐ

SNORKLAÐ KÓRALRIF

AYUNG FLÚÐASIGLING – RIVER RAFTING

 

SURFAРÁ BALÍ

VÖTNIN Í BALÍ – GÖNGUFERÐ

 

"MARINE WALK"

KORT AF BALÍ

 

Sólareyjan Balí í Indónesíu svíkur engan. Hvort sem þú vilt slappa af og hugleiða, taka þátt í göngutúrum og hjólaferðum, eða bara að liggja og sóla þig. Balí tilheyra nokkrar nærliggjandi eyjur á borð við Nusa Penida, Nusa Lembongan og Nusa Ceningan. Balí er staðsett á vesturhluta þessa eyjaklasa með Java í vestri og Lombok í austri. Höfuðborgin, Denpasar, er staðsett á suðurhluta eyjarinnar. Á Balí búa um fimm milljónir manna í um 600 þorpum og bæjum eyjunnar.

 

Innifalið í verði: 

 • Flug frá Íslandi til Balí fram og til baka
 • Flugvallagjöld og skattar
 • Ferðataska og handfarangur
 • Íslensk ferðastjórn og innlendir leiðsögumenn
 • Gisting með morgunverði
 • Akstur á milli flugvallar og hótela

 

Balí hefur einkar þægilegt loftslag, sólin er gjöful, náttúran ótrúleg og menningin fjölbreytt og spennandi. En það sem stendur upp úr á Balí er lífsgleðin sem þar ríkir og fólkið sem býr á eyjunum. Balí er eins og lifandi póstkort, Indónesísk paradís.

Þar má sjá sólina rísa upp af fínum hvítum sandströndum, kafa meðfram kórölum eða um flök orrustuskipa frá seinni heimsstyrjöldinni. Inni í landi er frumskógur með gömlum hofum og fjölbreyttu dýralífi.

Flug & flugtímar*

Brottför frá Keflavík flogið með ICELANDAIR til Osló/Kaupmannahöfn og áfram með EMIRATES til Dubai og svo til Balí. 

Brottför frá Balí EMIRATES í gegnum Dubai til Osló/Kaupmannahöfn og síðan með ICELANDAIR heim. 

*lágmarksbiðtími milli flugvéla - einn flugmiði :)

 

Við komu til Balí er ekið til strandbæjarins Seminyak sem er einn fremsti og vinsælasti strandbær Balí.

Þrátt fyrir fjölda ferðamanna sem sótt hafa eyjuna heim á síðustu árum er Bali eftir sem áður dásamlegur töfrastaður sem varðveitir hindúískan menningararf sinn, trúarathafnir og heilög hof. Umgjörð Bali er fullkomin, þægilegt loftslag þar sem sólin og náttúran kallast á. Menningin er fjölbreytt og spennandi og enginn skortur er á líflegum kaffihúsum, verslunum og notalegum þorpum með vinalegum íbúum.

Tékklisti fyrir Balí: 

 • Sundfatnaður og sólarvörn!
 • Vegabréf (þarf að vera í gildi 6 mánuðum eftir heimkomu)
 • Peningar / Greiðslukort 
 • Ökuskírteini
 • Lyfseðilsskyld lyf 
 • Myndavél / minniskort og hleðslutæki
 • Síminn!

Skelltu þér með til Balí

Viðskiptavinir geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir ævintýraferðina til Balí. 

 • Staðfestingagjald 100.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 8 vikum fyrir brottför
 • Greiðslukort - ein greiðsla
 • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
 • Raðgreiðslusamningur
 • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
 • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
 • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
 • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi