Mallorca: eyjan sem hefur upp á allt að bjóða!

Sól, strendur, höfuðborgin Palma og margt fleira. Þar eru frábærar sandstrendur og fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa! Það leiðist engum á Mallorca. Enda hefur Mallorca svo sannarlega slegið í gegn hjá farþegum okkur! Mallorca er miklu meira heldur en sólarströnd enda eru það ekki bara Íslendingar sem hafa uppgötvað þessa einu sönnu perlu Miðjarðarhafsins. Mallorca er nefnilega einn vinsælasti áfangastaður sólarlandafara í Evrópu! 

Mallorca er best fyrir:

  • Fallega náttúru
  • Dásamlegar strendur
  • Höfuðborgina Palma
  • Fjölskylduhótelin og 18+ hótelin

 

 

  • Flogið til Mallorca (PMI)
  • Flugtími +/-4:30 klst.
  • Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill: Evra 

 

  

  • Sumarhiti: 32+°C
  • Sumaráfangastaður
  • Tími: +2 sumar 
  • Landkóði: +34 

 

 

Töfraeyjan Mallorca

Paradísareyjan Mallorca er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu og kemur sífellt á óvart. Sólríkar strendur, kristaltært hafið, pálmatrén. Það er ekki hægt að lofa þessa eyju nægilega. Hér geta börn og fullorðnir notið sín í botn undir mildri sólinni, börnin bregða á leik á líflegum ströndum og foreldrar koma endurnærðir heim eftir góðar stundir í sólinni.

Höfuðborgin Palma

Palma er af mörgum talin ein fallegasta og hreinlegasta borgin við Miðjarðarhafið. Í gamla hluta borgarinnar eru þröngar götur og fallegar sögufrægar byggingar prýða borgina og minna á forna frægð. Þar má helst nefna Dómkirkjuna, gömlu kauphöllina, Márahöllina að ógleymdum Bellver kastalnum sem er eini hringlaga kastalinn á Spáni.

Kastalinn stendur í raun vörð um borgina og má þar finna stórbrotið útsýni yfir borgina. Listamaðurinn heimsfrægi, Picasso, bjó um tíma í Palma og í fyrrum híbýlum hans er nú safn þar sem hægt er að bera augum mörg listaverk eftir hann. Þrátt fyrir að við getum ekki lofsamað þessa frábæru borg nóg mælum við líka með að fólkið okkar kíki út fyrir borgarmörkin. Hægt er að keyra um sveitirnar, sjá bændur að störfum eða drekka nýkreistan ávaxtasafa í litlum kofa á hæsta tindi. Nú eða heimsækja nærliggjandi strendur og njóta lífsins í náttúrunni.

Verslun  
Á Mallorca er svo sannarlega hægt að versla. Í höfuðborginni Palma eru allar helstu verslanir á borð við Zara, Mango, Desigual, C&A og að sjálfsögðu H&M. Verslunarhús eins og El Corte Ingles og verslunarmiðstöðin Porto Pi eru með yfir 140 verlsanir. Það tekur sirka 50 mínútur að keyra frá Alcudia til Palma. Á Mallorca er líka hægt að gera einstaklega góð kaup þegar kemur að leðurvörum. Í Alcudia má helst finna útimarkaði og ferðamannaverslanir. 

 

 

Norðurhluti Mallorca: Alcudia og Can Picafort

Alcudia er vinsæll ferðamannastaður á norðurhluta eyjarinnar sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldufólk. Svæðið samanstendur af gamla bænum í Alcuria, sandströndinni sem teygir sig til Can Picafort og fallegri smábátahöfn sem má segja að sé miðpunktur svæðisins. Hér er fjörið ögn minna en á suðurströndinni og því tilvalið fyrir barnafólk eða fólk í leit að ró og næði að slaka á. Hér er mikil áhersla lögð á fjölskylduna, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu.

Gamli bærinn í Alcudia er um 3 kílómetra frá ströndinni og eru elstu hlutar hans frá 14. öld þrátt fyrir að saga bæjarins sé töluvert lengri. Alcudia ströndin er aðgrunn og sjórinn hlýr, sem gerir hana einstaklega hentuga fyrir börn að leik. Gylltur sandurinn og tær sjórinn lokkar til sín sólþyrsta Íslendinga sem koma endurnærðir til baka eftir frí við þess a strönd. Allur aðbúnaður er eins og best er ákosið og heimamenn passa sig að allt sé í standi. Stutt er í verslun og veitingastaði ásamt iðandi mannlífinu í miðbæ Alcudia.

Í nágrenni við Alcudia nóg við að vera fyrir börnin. Vatnagarðurinn Hidropark er ógleymanleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna, fjöldinn allur af ýmis konar rennibrautum fyrir stóra sem smáa. Við mælum líka með dagsferð til nálægra þorpa eins og Pollenca þar sem hægt er að þræða þröng stræti og kynnast spænskri menningu. 

Frá höfninni í suðausturátt liggur glæsileg strandlengja yfir 10 km löng til smábæjarins Can Picafort. Þar er mjög góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk til þess að sleikja sólina og njóta lífsins og því sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í Can Picafort er einnig ágætis úrval af verslunum og veitingastöðum. 

Playa de Palma

Við Palma flóann, örskammt austan við höfuðborgina Palma er Playa de Palma. Svæðið er fullkomin umgjörð fyrir ógleymanlegt sumarfrí. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir, veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins. Við bjóðum upp á góða gististaði á þessu svæði þar sem fjölskyldan öll getur virkilega notið þess að vera í fríi, sleikt sólina og slakað á.

Palmanova

Palmanova er fallegur strandbær á suðurströnd Mallorca. Strandgatan í Palmanova setur mikinn svip á bæjarbraginn, með kaffi- og veitingahús á aðra hönd en ylvolgan sandinn á hina. Ströndin á Palmanova er ein sú besta á Palma flóanum með skínandi hvítar sandstrendur.

Santa Ponsa

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar, Palma Nova og Magaluf eru í 10 mín fjarlægt frá Santa Ponsa og 20 km eru í höfuðborgina Palma. Fallegt umhverfi með góðum hótelum, líflegt götulíf, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er löng og breið og mjög barnvæn.

 

 

Gistingar á Mallorca

Iberostar Playa de Palma er gott 5* hótel og hefur verið einstaklega vinsælt meðal Íslendinga í mörg ár. Hótelið er nýuppgert og stendur við ströndina á Playa de Palma á frábærum stað

Lesa meira

Zafiro Tropic er skemmtilegt 4ra stjörnu íbúðahótel sem staðsett er nálægt ströndinni í Port d'Alcudia. Á hótelinu er sundlaug með sjóræningjaskipi, vatnsrennibrautir og slökunarlaug með Balírúmum. Fallegur garður með góðri sólbaðsaðstöðu.

Lesa meira

Iberostar Cristina er mjög gott 4ra stjörnu hótel, frábærlega staðsett á Playa de Palma. Í næsta nágrenni er fjöldinn allur af veitingastöðum og verslunum. Á hótelinu er fallegur sundlaugargarður og heilsulind.

Lesa meira

Glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett örfáum metrum frá ströndinni í Palmanova. Fyrsta flokks þjónusta og frábær aðstaða á hótelinu gerir það að verkum að allir í fjölskyldunni njóta sín í fríinu. Glæsilegur sundlaugargarður með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. 

Lesa meira

THB Sa Coma Platja er gott 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 150 m fjarlægð frá Sa Coma strönd. Sundlaug og góð sólbaðsaðstaða eru á gististaðnum auk barnalaugar og sundlaugabars. Góður kostur á Mallorka.

Lesa meira

HSM Atlantic Park er mjög fínt 4ra stjörnu hótel í rólegu umhverfi. Stutt í ströndina, verslanir og veitingastaði. Góður sundlaugargarður með sundlaug og barnalaug. Á hótelinu er barnaklúbbur og skemmtidagskrá. Frábært hótel fyrir alla fjölskylduna!

Lesa meira

Mjög fallegt, nýlega uppgert 4ra stjörnu hótel í Playa de Palma stuttu frá ströndinni. Á hótelinu er falleg sundlaug, veitingastaður og líkamsrækt. Skemmtidagskrá á kvöldin. Stutt í alla helstu þjónustu og hina fallegu Palma borg.

Lesa meira

H10 Casa del Mar, áður H10 Playas de Mallorca, er gott 4ra stjörnu hótel við ströndina í Santa Ponsa. Snyrtilegur garður með stórri sundlaug, barnasundlaug en stutt er niður á ströndina ef hugurinn leitar þangað. Herbergin eru björt og snyrtileg með svölum eða verönd. Á hótelinu er bæði veitingastaður og sundlaugabar. 

Lesa meira

Hotel Eix Alcudia er 4* hótel staðsett í fallega bænum Alcudia einungis um 100 metrum frá ströndinni. Hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Eix Lagotel hótelið er þægilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett í Playa de Muro, rétt við S´Albufeira garðinn (friðland). Á hótelinu eru 3 sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða og lítil verslun. Hótelið býður upp á skutl ferðir á str&

Lesa meira

Eix Platja Daurada Hotel & Spa er aðlaðandi  4 stjörnu hótel, staðsett á hinu fallega svæði Can Picafort, aðeins 50 metrar eru niður á strönd. Stórar útisundlaugar og frábært útsýni.

Lesa meira

Hotel Condesa er fallegt 4 stjörnu fjölskylduhótel, einstaklega vel staðsett við strönd í Alcudia og í 20 mínútna göngufæri fyrir höfnina. Sundlaugar, Splash/busl laug og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Hotel Playa Golf er 4 stjörnu hótel, staðsett rétt við Playa de Palma ströndina og frá hótelinu er  aðeins 10 mínútna akstur til Palma. Nálægt hótelinu eru góðir golfvellir, t.d. Puntiró og Marriot´s Son Antem sem eru í um 20 mín. akstursfjarlægð frá hótelinu.

Lesa meira

A10 Club Del Sol er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett í Pollensa. Á hótelinu eru tvær sundlaugar,sólbaðsaðstaða,  hjólreiða-miðstöð, mini-golf og leikjaherbergi, líkamsrækt og spa með sauna og skemmtun fyrir börnin.

Lesa meira

Zafiro Mallorca er skemmtilegt og fallegt 4 stjörnu hótel sem staðsett er í friðsælu íbúahverfi í Ca´n Picafort  Hótelið er með þrjár sundlaugar, barnaklúbb,  góða sólbaðsaðstöðu og hentar öllum aldurshópum.

Lesa meira

Tacande Portals Hotel er gott 4 stjörnu hótel staðsett á Caldentey, Spáni. Hótelið hefur 3 sundlaugar auk góðrar sólbaðsaðstöðu og í göngufæri frá Cala Bendinat strönd.

Lesa meira

Java Hotel er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett á Mallorka. Hótelið situr í aðeins 150 m fjarlægð frá Playa de Palma strönd svo gestir geta auðveldlega rölt milli strandar og sundlaugar í sólinni. 2 sundlaugar eru á gististaðnum og góð sólbaðsaðstaða. Njóttu vel á Mallorka.

Lesa meira

THB Gran Playa er smekklega hannað 4 stjörnu hótel staðsett á Mallorka, aðeins ætlað 18 ára og eldri. Hótelið er staðsett í aðeins 50 m fjarlægð frá Can Picafort strönd. Góð sundlaug  sem er opin á sumrin og sólbaðsaðstaða bjóða gesti velkomna til að njóta slökunar og veðurs á Mallorka.

Lesa meira

THB Gran Bahia er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Mallorka. Hótelið situr við Can Picafort strönd svo gestir geta auðveldlega rölt milli strandar og sundlaugar í sólinni. Góð sundlaug sem er opin á sumrin er á gististaðnum og sólbaðsaðstað. Frábær kostur á Mallorka. 

Lesa meira

Zafiro Bahia er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett í aðeins 250 m fjarlægð frá Es Comu strönd. Hótelið hefur 3 sundaugar, þar af eina barnalaug auk vatnsrennibrauta fyrir börnin. Skemmtidagskrá, minigolfvöllur og krakkalúbbur tryggja öllum góðrar dvalar á Mallorca.

Lesa meira

Elba Sunset er gott 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 250 m frá Magaluf-ströndinni á Mallorca. Á hótelinu eru 2 sundlaugar, báðar hafa þær sólbaðsaðstöðu. Gestir geta nýtt sér líkamsrækt á staðnum auk heilsulindar, skemmtidagskráar og 2 veitingastaða. Njóttu vel á Mallorca. 

Lesa meira

Frábært 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett í Palmanova, um  150m frá ströndinni. Sundlaug, innisundlaug, líkamsrækt, heilsulind, hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og kvöldskemmtun eru í boði á hótelinu. 

 

Lesa meira

MarSenses Ferrera Blanca er gott 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 100 m frá Cala Ferrera ströndinni á Mallorca. Á hótelinu eru 3 sundlaugar, ein þeirra barnalaug Allar hafa þær sólbaðsaðstöðu. Gestir geta nýtt sér líkamsrækt auk skemmtidagskráar, krakkaklúbbs, leikvöll fyrir smáfólkið og veitingastaðar. Njóttu vel á Mallorca. 

Lesa meira

Er frábært 4 stjörnu hótel staðsett um 350 metrum frá S'Arenal ströndinni. Hótelið er með 2 sundlaugar og hlaðborðsveitingarstað. 

 

Lesa meira

Indico Rock Hotel er gott 4 stjörnu hótel staðsett 400 m frá Playa de Palma ströndinni á Mallorca. Á hótelinu er sundlaug og sólbaðsaðstaða auk líkamsræktar, veitingastaðar, morgunverðahlaðborðs og skemmtidagsrkáar. Hótelið er aðeins fyrir fullorðna, 18 ára og eldri.

Lesa meira

Apartamentos Solecito er 3ja stjörnu staðsett ofarlega í Puerto de Alcudia. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergi og eru þær loftkældar með svölum eða verönd.  Í garðinum er sundlaug og barnalaug. 

Lesa meira

Hotel Bellevue Club er  3 stjörnu íbúðahótel staðsett 500 metra frá stöndinni í Alcudia.  Hótelið er í 17 byggingum og nær yfir stórt svæði.  Alls eru 8 sundlaugar og 2 barnalaugar við hótelið.  

Lesa meira

Roc Portonova í tveggja mínútna rölti frá ströndinni í einum kyrrlátasta hluta Palmanova, með snoturt útsýni yfir flóann. Tilvalið íbúðahótel fyrir fjölskylduna.

Lesa meira

A10 Sol de Alcudia eða Sun of Alcudia er 3ja stjörnu íbúðahótel gott fyrir einstaklinga og fjölskyldur og staðsett í 500 metra fjarlægð frá strönd. Stór útisundlaug, garður og verönd.

Lesa meira

Mix Smart hótelið er sjarmerandi 3ja stjörnu hótel staðsett í El Arena og lofar hámarksþægindum fyrir gesti. Frábært hótel fyrir þá sem vilja njóta sólar og strandlífs.

Lesa meira

Holiday Center Apartamentos í Santa Ponsa er fallegt 3ja stjörnu fjölskylduhótel í Santa Ponsa, í 5 mínútna göngfjarlægð frá ströndinni. Útisundlaug, sólbaðsaðstaða og leikjasvæði

Lesa meira

Sun Beach Apartamentos er 3ja lykla íbúðagisting, mjög snyrtileg og vel staðsett í Santa Ponsa aðeins 40 metra frá strönd og 200 metra frá miðbæ Santa Ponsa  þar sem finna má úrval af verslunum, veitingastöðum og börum. 

 

Lesa meira

MLL Palma Bay Hotel er notalegt 3 stjörnu hótel staðsett aðeins 350 m frá Playa de Palma-ströndinni á Mallorca. Á hótelinu eru 3 sundlaugar, ein þeirra barnalaug. Einnig er krakkaklúbbur, skemmtidagskrá, minigolf, leikvöllur, leikjaherbergi og fleira. Njóttu vel á Mallorca.

Lesa meira