Zafiro Palmanova er frábært hótel sem er hluti Zafiro hótel-keðjunni. Hótelið er staðsett einungis örfáum metrum frá ströndinni í Palmanova. Þetta er sérstaklega fjölskylduvænt hótel með skemmtilegum garði þar sem stórt sjóræningjaskip trónir í sundlauginni. Íbúðirnar á hótelinu eru fallega innréttaðar með notalegum svölum. Frábær staðsetning og fallegt umhverfi.
GISTING
Þægindi eru í fyrirrúmi í vel skipulögðum íbúðum hótelsins. Íbúðirnar eru mjög fallega innréttaðar með stofu, eldhúskrók, gervihnattarsjónvarpi, baðherbergi og notalegum svölum. Í öllum íbúðum er öryggishólf(gegn gjaldi) og loftkæling. Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu. Kaffivél er í öllum íbúðum sem gerir það að verkum að gestir geta notið morgunbollans í friði á svölunum eða einka verönd. Íbúðirnar henta annað hvort fyrir þrjá fullorðna og eitt barn eða tvo fullorðna og tvö börn. Tveggja herbergja íbúðir henta fyrir fjóra fullorðna og tvö börn eða fimm fullorðna og eitt barn.
AÐSTAÐA
Fyrsta flokks þjónusta og frábær aðstaða er á hótelinu sem gerir það að verkum að allir í fjölskyldunni njóta sín til fullnustu í fríinu. Glæsilegur sundlaugargarður með sundlaugum fyrir börn og fullorðna. Falleg sólbaðsaðstaða með glæsilegum sólbekkjum. Í barnalauginni er skemmtilegt sjóræningjaskip og vatnsrennibrautir. Hótelið útvegar gestum handklæði úti við laug. Á hótelinu er hægt að spila tennis, fótbolta og körfubolta. Einnig er mjög góð líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind á hótelinu. Í heilsulindinni er hægt að fara í hinar ýmsu meðferðir eða slaka á í nuddpotti, gufubaðinu eða tyrknesku baði.
AFÞREYING
Þar sem flestir gestir Zafiro Palmanova eru fjölskyldur, leggur hótelið metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Á hótelinu er Zafiro Fit klúbburinn starfræktur þar sem fullorðnir geta stundað ýmsa hreyfingu í fríinu. Dæmi um afþreyingu í Viva fit klúbbnum: hjólreiðar, aqua fit í vatni, badminton og margt, margt fleira! Einnig er í boði að fara í hinar ýmsu göngur og hina ýmsu leiki með allri fjölskyldunni. Á hverju kvöldi stíga hinir ýmsu skemmtikraftar á svið. Hjólaleiga er á hótelinu.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaðurinn Caprice buffet sem sér gestum fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Gestir velja hvort þeir vilja kaupa morgunverð, hálft fæði eða kvöldverð. Caprice hefur gæði matvæla í fyrirrúmi og framreiðir alþjóðlegan mat. Á hótelinu er einnig veitingastaðurinn El Patio Restaurant sem og kaffihús og bar.
FYRIR BÖRNIN
Öll aðstaða fyrir börn er sérstaklega skemmtileg á hótelinu. Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur þar sem börnin geta kynnst jafnöldrum sínum og skemmt sér konunglega í dagskrá barnaklúbbsins. Á hverjum degi er nýtt þema á hótelinu og er barnadagskráin sérstaklega miðuð að því að rækta sköpunarkraft barnanna. Á hótelinu er einnig sérstakur klúbbur fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára.
STAÐSETNING
Hótelið er í rúmlega 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Það er einungis nokkra metra gangur niður á fallega ströndina í Palmanova og stutt frá allri helstu þjónustu.
AÐBÚNAÐUR Á VIIVA PALMANOVA
Morgunverður/hálft fæði/ fullt fæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Lyfta
Útisundlaug
Barnalaug
Íbúðahótel
Svalir/verönd
Kaffivél
Eldunaraðstaða
Loftkæling/kynding
Frítt þráðlaust internet
Öryggishólf
Handklæði við laug
Tennisvöllur
Líkamsrækt
Heilsulind
Gufubað
Barnaklúbbur
Viva fit
Skemmtikraftar
Unglingaklúbbur
Veitingastaður
Bar
Kaffihús
Leikvöllur
Billjardborð
Hjólaleiga
Sólarhringsmóttaka
Þvottahús
Upplýsingar
Avenida Cas Saboners s/n 07181 Palmanova - Calvià(Mallorca) Illes Balears - España
Kort