Illetas

Java Hotel er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett á Mallorka. Hótelið situr í aðeins 150 m fjarlægð frá Playa de Palma strönd svo gestir geta auðveldlega rölt milli strandar og sundlaugar í sólinni. 2 sundlaugar eru á gististaðnum og góð sólbaðsaðstaða. Njóttu vel á Mallorka.  

 

Gisting: 

 

Herbergin eru rúmgóð og notaleg og hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, síma og wifi. Einnig er loftkæling á öllu hótelinu. Öll baðherbergin hafa sturtu eða baðkar og hárþurrku. Svalir eða verönd er á öllum herbergjum.

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Á hótelinu eru 2 sundlaugar, önnur innilaug og hin útilaug með góða sólbaðsaðstöðu. Gestir hafa aðgang að heilsulind gegn gjaldi. Einnig er heitur pottur, hammam bað, sána og líkamsrækt, en hún er aðgengileg öllum gestum. Leikherbergi er á staðnum og skemmtidagskrá á kvöldin.

 

Veitingar: 

 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og býður hann uppá alþjóðlega matargerð. Einnig er stutt í aðra veitingastaði og bari utan hótelsins.

 

Staðsetning:

 

Hótelið er vel staðsett í aðeins 150 m fjarlægð frá strönd, 150 m fjarlægð frá veitingastöðum og börum utan hótelsins. 2.1 km frá flugvelli.

 

Aðbúnaður:

 

Sturta/baðkar

Sundlaugar 

Loftkæling

Wifi

Hlaðborðsveitingastaður

Hárþurrka

Skemmtidagskrá

Leikherbergi

Upplýsingar

Carrer de la Goleta, 7, 07610 Can Pastilla, Illes Balears, Spánn

Kort