Alcudia

Apartamentos A10 Solecito er 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett ofarlega í Puerto de Alcudia. Alls eru 32 íbúðir á hótelinu, staðsettar í 4 byggingum sem ramma inn stóran sundlagagarð. Hver bygging er á tveimur hæðum. Í garðinum er bæði sundlaug og barnalaug. Apartmentos Solecito er góð fjölskyldugisting. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og ágætlega rúmgóðar. Þær skiptast í eldhús, borðstofu og stofu í sameiginlegu rými. Tvö baðherbergi eru í íbúðunum, annað með baðkari og hitt með sturtu. Allar íbúðir eru loftkældar með svölum eða verönd. Íbúðirnar eru þrifnar og skipt er á rúmum vikulega. Handklæðaskipti eru 3 sinnum í viku. 

AÐSTAÐA 

Rúmgóður garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðstaðstöðu. Þar er einnig snarlbar með svalandi drykki. Þráðlaust internet er í sameiginlegri aðstöðu. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru veitingastaður með hlaðborð og bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Barnalaug í garðinum. 

STAÐSETNING 

Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingahús, bari og kaffihús, það er eingöngu 200 metrar í næsta súpermarkað og vatnagarð. Strætó Stoppar rétt við hótelið. Fjarlægð frá ströndinni er u.þ.b. 800 - 900 metrar.  

AÐBÚNAÐUR Í APARTMENTOS SOLECITO 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Barnalaug 

Veitingastaður 

Verönd 

Snarlbar

Billiardborð 

Leikvöllur 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Avenida Tucan 31 Puerto de Alcudia Mallorca Espana

Kort