Holiday Center Apartamentos í Santa Ponsa er fallegt 3ja stjörnu fjölskylduhótel í Santa Ponsa, í 5 mínútna göngfjarlægð frá ströndinni. Útisundlaug, sólbaðsaðstaða og leikjasvæði
GISTING
Mjög snyrtilegar íbúðir með svölum eða verönd og góðu útsýni, íbúðir eru í nokkrum byggingum sem eru á 4 hæðum. Hver bygging hefur góðan aðgang að sólbaðsaðstöðu, sundlaug og garði
Íbúðirnar eru með vel útbúið eldhús, hraðsuðuketil, borð og stóla, kæliskáp, kaffivél, sófa, sjónvarp og loftkælingu í eldhúsi / stofu. Baðherbergin eru með sturtu og hárþurrku. Hægt er að leigja
öryggishólf, sími og frítt wifi.
VEITINGAR
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og á Center barnum er hægt að snarl og drykki.
BÖRNIN
Leiksvæði og minklúbbur þar sem börnin geta farið allskyns leiki , sundlaug og video leikir.
AFÞREYING
Leiksvæði, fótbolti, blak, borðtennis og pílukast og stundum er sett upp keppni t.d. í bogfimi og darts/pílukeppni og skemmtanir á kvöldin.
Santa Ponsa og nágrenni:
Dásamlegar strendur, veitingastaðir, golf, skemmtigarðar bæði fyrir fullorðna og börn, einnig gönguleiðir og hjólreiðar fyrir þá sem vilja skoða Mallorca nánar
Upplýsingar
Carrer de Ramon de Montcada, 40, 07180 Santa Ponça, Illes Balears, Spánn
Kort