Playa de Palma

Iberostar Playa de Palma er gott 5* hótel og hefur verið einstaklega vinsælt meðal Íslendinga í mörg ár. Hótelið er nýuppgert og stendur við ströndina á Playa de Palma á frábærum stað. Í sundlaugagarðinum er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum, barþjónustu og sundlaug. Hótelið útvegar gestum handklæði til að afnota á sólbekki í garðinum.  

Herbergin á hótelinu eru björt, falleg og eintaklega vel hönnuð og innréttuð og skiptast í fjölskylduherbergi og tveggja manna herbergi með möguleika á barnarúmi. Svalir eða verönd fylgja öllum vistarverum sem allar snúa að sundlaugargarðinum. Sum herbergin eru með hliðarsjávarsýn en hægt er bóka sjávarsýn gegn gjaldi.

Herbergin eru búin loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, þráðlausum netaðgangi (gegn gjaldi) og öryggishólfi og á baðherbergi er hárþurrka.

Í hótelinu er fallegur veitingastaður, Playa Blanca, þar sem boðið er uppá dýrindis morgunverð og kvöldverð.

Boðið er upp á slökun hugar og líkama og alls kyns dekur í heilsulind og snyrtistofu systurhótelsins Iberostar Royal Cupido við hliðina.

Hraðbátar, seglbátar, seglbretti, sjóþotur köfun og smábílaakstur er allt innan seilingar og stutt að fara í dýragarð, sædýrasafn eða vatnsskemmtigarð.

Ath að hótelinu var breytt úr 4* uppí  5* og er ekki lengur með barnalaug né barnadagskrá. 
Allir gestir hótelsins geta þó nýtt þá þjónustu á systurhótelinu Iberostar Royal Cristina sem er handan götunnar og tekur 1-2 mínútur að ganga á milli hótelanna.

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

C/Marvella s/n Playa de Palma Mallorca

Kort