Alcudia

Hotel Eix Alcudia er 4* hótel staðsett í fallega bænum Alcudia einungis um 100 metrum frá ströndinni. Hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin eru notalega innréttuð en hægt er að velja um tvíbýli eða tvíbýli með sundlaugarsýn. Herbergin hafa lítinn ísskáp, loftkælingu, hárþurrku, síma, sjónvarp, öryggishólf og frítt wi-fi.

AÐSTAÐA 

Fínn sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu. Einnig er líkamsrækt og SPA á hótelinu.

VEITINGAR

Hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á bæði matargerð frá heimamönnum og alls staðar af úr heiminum. Einnig er snarlbar þar sem hægt er að fá sér samlokur, pylsur og fl.

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett stutt frá ströndinni í Alcudia, stutt í göngugötuna, veitingastaði og allt það helsta.

AÐBÚNAÐUR Á EIX ALCUDIA

Tvíbýli

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf

Loftkæling 

Kynding 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugabar

Sólarhringsmóttaka

Hlaðborðsveitingastaður

Þemakvöld

Líkamsrækt og SPA

Frítt Wi-FI

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli.
Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótel
 
 

Upplýsingar

C/ Teodoro Canet, 43, 07400 Alcúdia, Spánn

Kort