Can Picafort

THB Gran Playa er smekklega hannað 4 stjörnu hótel staðsett á Mallorka, aðeins ætlað 18 ára og eldri. Hótelið er staðsett í aðeins 50 m fjarlægð frá Can Picafort strönd. Góð sundlaug  sem er opin á sumrin og sólbaðsaðstaða bjóða gesti velkomna til að njóta slökunar og veðurs á Mallorka.  

 

Gisting: 

 

Herbergin eru fallega hönnuð og nútímaleg. Þau hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, síma, wifi og örrygishólf gegn gjaldi. Einnig er loftkæling á öllu hótelinu. Öll baðherbergin hafa sturtu eða baðkar og hárþurrku. Svalir eða verönd er á öllum herbergjum.

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Á hótelinu er góð sundlaug og góð sólbaðsaðstaða (ATH sundlaugin er aðeins opin á sumrin). Heilsulind er aðgengileg gestum og hefur hún heitan pott, hammam bað, sánu og líkamsrækt.  

 

Veitingar: 

 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og býður hann uppá alþjóðlega rétti. Einnig er bar og sundlaugarbar. 

 

Staðsetning:

 

Hótelið er vel staðsett í aðeins 50 m fjarlægð frá strönd, 50 m fjarlægð frá veitingastöðum og börum utan hótelsins. 43 km frá flugvelli.

 

Aðbúnaður:

 

Sturta/baðkar

Sundlaug (árstíðabundin)

Loftkæling

Wifi

Hlaðborðsveitingastaður

Líkamsrækt

Heilsulind

Bar

Hárþurrka

Upplýsingar

Passeig Colón, 126, 07458 Can Picafort, Illes Balears, Spánn

Kort