H10 Casa del Mar, áður H10 Playas de Mallorca, er fjögurra stjörnu hótel við ströndina í Santa Ponsa. Verslanir, veitingastaðir og barir í næsta nágrenni. Snyrtilegur garður með stórri sundlaug og snarlbar. Hótelið býður uppá fjölbreytta dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna.
GISTING
Björt og snyrtileg tvíbýli með svölum/verönd, öryggishólfi(gegn gjaldi) og sjónvarpi. Sérbaðherbergi er á öllum herbergjum með baðkari eða sturtu. Innritun hefst kl 14:00 og Útritun kl 12:00.
AÐSTAÐA
Hótelið er staðsett stutt frá ströndinni og í garðinum er stór útisundlaug og sólbaðsaðstaða. Leiksvæði fyrir börn og sérstök barnasundlaug. Einnig er í garðinum lítill snarlbar. Gestir geta lagt í bílastæði hótelsins gegn gjaldi. Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins en ekki á herbergjum. Heilsulind er á hótelinu þar sem gestir geta keypt sér nudd eða aðra fegrunarmeðferðir.
AFÞREYING
Nóg er um að vera á Mallorca og stutt er niður á strönd frá hótelinu. Mallorca hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður fyrir golfara og er golfvöllur stutt frá Hotel H10 Playas de Mallorca.
VEITINGASTAÐIR
Á H10 Casa del Mar er veitingastaður með hlaðborð og tveir barir, annar í lobbíinu og hinn við sundlaugina. Á veitingastaðnum er einnig verönd þar sem hægt er að snæða úti í ferska loftinu á góðum dögum.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er starfræktur krakkaklúbbur fyrir hressa krakka!
STAÐSETNING
Hótel er staðsett við ströndina í Santa Ponsa.
AÐBÚNAÐUR Á H10 Casa del Mar
Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Bílastæði(gegn gjaldi)
Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu
Sólbaðsaðstaða
Útilaug
Heilsulind
Barnalaug
Krakkaklúbbur
Stutt í ströndina
Veitingastaður
Snarlbar
Bar(lobby)
Sundlaugarbar
Leikvöllur
Svalir/verönd
Upplýsingar
Carrer Gran Via Puig Major, 2, 07180 Santa Ponça, Illes Balears, Spánn
Kort