Santa Ponsa

H10 Casa del Mar, áður H10 Playas de Mallorca, er fjögurra stjörnu hótel við ströndina í Santa Ponsa. Verslanir, veitingastaðir og barir í næsta nágrenni. Snyrtilegur garður með stórri sundlaug og snarlbar. Hótelið býður uppá fjölbreytta dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna.  

GISTING 

Björt og snyrtileg tvíbýli með svölum/verönd, öryggishólfi(gegn gjaldi) og sjónvarpi. Sérbaðherbergi er á öllum herbergjum með baðkari eða sturtu. Innritun hefst kl 14:00 og Útritun kl 12:00.

AÐSTAÐA

Hótelið er staðsett stutt frá ströndinni og í garðinum er stór útisundlaug og sólbaðsaðstaða. Leiksvæði fyrir börn og sérstök barnasundlaug. Einnig er í garðinum lítill snarlbar. Gestir geta lagt í bílastæði hótelsins gegn gjaldi. Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins en ekki á herbergjum. Heilsulind er á hótelinu þar sem gestir geta keypt sér nudd eða aðra fegrunarmeðferðir. 

AFÞREYING

Nóg er um að vera á Mallorca og stutt er niður á strönd frá hótelinu. Mallorca hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður fyrir golfara og er golfvöllur stutt frá Hotel H10 Playas de Mallorca. 

VEITINGASTAÐIR 

Á H10 Casa del Mar er veitingastaður með hlaðborð og tveir barir, annar í lobbíinu og hinn við sundlaugina. Á veitingastaðnum er einnig verönd þar sem hægt er að snæða úti í ferska loftinu á góðum dögum. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er starfræktur krakkaklúbbur fyrir hressa krakka! 

STAÐSETNING 

Hótel er staðsett við ströndina í Santa Ponsa. 

AÐBÚNAÐUR Á H10 Casa del Mar

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Bílastæði(gegn gjaldi) 

Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu

Sólbaðsaðstaða

Útilaug 

Heilsulind

Barnalaug

Krakkaklúbbur

Stutt í ströndina 

Veitingastaður 

Snarlbar 

Bar(lobby)

Sundlaugarbar

Leikvöllur

Svalir/verönd 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá hótela getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Carrer Gran Via Puig Major, 2, 07180 Santa Ponça, Illes Balears, Spánn

Kort