Alcudia

Zafiro Tropic er svo sannarlega hótel fyrir alla fjölskylduna! Garðurinn á þessu 4ra stjörnu íbúðahóteli er sérstaklega skemmtilegur þar sem börnin fá að njóta sín í flottum leiktækjum. Mjög fjölskylduvænt hótel þar sem öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Frítt internet er á öllu hótelinu og gestamóttakan opin allan sólarhringinn. Gestir geta valið á milli þess að greiða fyrir morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið í verðinu. 

GISTING 

Á VIVA Tropic eru 301 íbúð og stúdíó. Allar íbúðir eru með fallegar svalir eða verönd, síma, gervihnattasjónvarp, loftkælingu, öryggishólf, baðherbergi og eldhús. 18 íbúðir eru með aðgengi fyrir fatlaða og verður að biðja um þær sérstaklega fyrirfram til þess að hótelið geti gert ráðstafanir. Frítt þráðlaust net er á öllu hótelinu.

AÐSTAÐA

Á þessu sérlega fjölskylduvæna hóteli er aðstaða og þjónusta öll til fyrirmyndar. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, glæsileg sundlaug fyrir bæði börn og fullorðna. Gestir fá handklæði við laugina. Á hótelinu er heilsulindin Balneum spa þar sem foreldrar geta slakað á meðan börnin leika sér. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og gufubað fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig úti fyrir er blakaðstaða og púttvöllur.

AFÞREYING

Staðsetning hótelsins er fullkomin til hjólreiða og gönguferða. Hótelið er stutt frá flottum golfvöllum. Í Balneum heilsulindinni geta gestir slakað á í heitum potti, farið í nudd eða einfaldlega flotið um í rólegri, upphitaðri sundlaug heilsulindarinnar(ath. greiða þarf aukalega aðgang). Þetta hótel hentar einnig sérstaklega vel fyrir hjólreiðafólk þar sem mögulegt er að leigja hjól á hótelinu.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir. Caprice Buffet Restaurant sér um morgun-, hádegis- og kvöldverð fyrir gesti. Á honum er fjölbreytt hlaðborð þar sem tvisvar í viku breyta kokkarnir til og elda eftir ákveðnu þema. Á hótelinu er einnig Pool Bar La Palapa og Babalú Cafe Bar sem sjá gestum fyrir kokteilum, snarli og öðrum drykkjarföngum.  

FYRIR BÖRNIN

Fyrir yngri börnin eru leiktækjasalur og leikvöllur og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna alla daga. Auk þess er þar skemmtileg barnalaug með leiktækjum, t.d. sjóræningjaskipi með rennibrautum út í laugina og  hoppukastali. Barnaklúbbur er fyrir börn á aldrinum 4-11 ára og unglingaklúbbur fyrir unglinga á aldrinum 12-15. 

STAÐSETNING

ZafiroTropic er staðsett nálægt ströndinni í hjarta Port d'Alcudia. Stutt frá eru hinir ýmsu veitingastaðir og verslanir. Hótelið er einnig einungis 200 m frá hinum stórkoslega Alcudia flóa. 

AÐBÚNAÐUR Á VIVA TROPIC 

Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Útisundlaug

Heilsulind

Frítt internet

Leiktæki

Gestamóttaka 

Hjólaleiga

Hjólaviðgerð

Gufubað

Blak

Púttvöllur

Barir

Veitingastaðir

Golfvöllur(stutt frá)

Barnaklúbbur

Kvöldskemmtanir

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

C/ Anselm Turmeda, 1 07410 Pto. Alcudia Mallorca Spánn

Kort