Playa de Palma

Hotel Cabarello er fallegt 4ra stjörnu hótel sem er aðeins í 100 metra fjarlægð frá ströndinni á Playa de Palma þar sem mikið líf og fjör er alla daga. Palma Aquarium sædýrasafnið er stutt frá sem og höfuðborgin Palma, með alla sína menningu og sögu. Þetta hótel er tilvalið fyrir fjölskyldur á leiðinni í sólina. 

GISTING

Hótelið var uppgert að hluta á árunum 2012-2013 í nýtískulegum stíl. Herbergin eru parketlögð og falleg. Þau eru búin helstu þægindum eins og flatskjá, loftkælingu, míní-bar og öryggishólfi(gegn gjaldi). Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA

Í garðinum er falleg sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir gesti. Hótelið útvegar gestum handklæði við sundlaugina. Á hótelinu er líkamsrækt, heilsulind, gufubað og tyrkneskt bað. Á hótelinu er einnig leiksvæði, tennisvöllur og mínígolf. Frítt internet er í móttökunni. 

AFÞREYING

Skemmtidagskrá fyrir gesti er á kvöldin. 

VEITINGASTAÐIR 

Á Hotel Cabarello er veitingastaður með hlaðborð þar sem gestir geta smakkað alvöru Miðjarðarhafsmatseld. Staðurinn framreiðir morgun- og kvöldverð. Sundlaugarbar er í garðinum þar sem hægt er að fá sér einn kaldan eftir sundsprett í fallegri sundlauginni. 

FYRIR BÖRNIN

Þetta er fjölskylduvænt og skemmtilegt hótel. Á hótelinu er leikvöllur fyrir börn og skemmtikraftar á kvöldin skemmta allri fjölskyldunni. Stutt er í Palma Aquarium sædýrasafnið sem að allir krakkar hafa gaman að.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Playa de Palma stuttu frá langri fallegri strandlengjunni sem býður upp á ótal möguleika. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CABARELLO

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Lyfta

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Líkamsrækt

Heilsulind

Gufubað 

Nudd

Leikvöllur

Borðtennis

Hjólaleiga

Hjólageymsla

Bar

Skemmtikraftar

Svalir 

Loftkæling/kynding

Gervihnattarsjónvarp

Öryggishólf(gegn gjaldi)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Carrer de Neopàtria, 3, 07610 Palma, Illes Balears, Spánn

Kort