Alcudia

Hotel Bellevue Club er  3 stjörnu íbúðahótel staðsett 500 metra frá stöndinni í Alcudia.  Hótelið er í 17 byggingum og nær yfir stórt svæði.  Alls eru 8 sundlaugar og 2 barnalaugar við hótelið. 

 

GISTING:

Í boði eru :  studio og  íbúð með 1 svefnherbergi.  Gott eldhús, gervihnattasjónvarp, loftkæling, sími og öryggishólf.  

Baðherbergi eru með baðkari.

 

VEITINGAR

Veitingastaðirnir eru nokkrir þar á meðal pizzustaður, hlaðborð og alþjóðlegur veitingastaður.  Snakk-bar við hverja sundlaug. Þá er á hótelinu lítil matvöruverslun, apótek, internetþjónusta og þvottahús til afnota fyrir hótelgesti. 

 

BÖRNIN

Barnalaug, leikvöllur, barnaklúbbur og barnagæsla gegn gjaldi.

 

AFÞREYING

Mikil afþreying er í boði þar á meðal hjólaleiga, billiard, leikklúbbur fyrir börn, borðtennis, tennisvöllur,  minigolf og veggjatennis og næturklúbbur

 

Í NÁGRENNI HOTELS

Alcudia Beach, 15mín ganga, Playa de Muro 19 mín. ganga, höfnin í Alcudia 36 mín. ganga, Hidropark sundlaugargarðurinn 19 mín. ganga og Cova de Sant Martí, 15 mín. ganga.


Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli. Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótel
 

Upplýsingar

C/Pere Mas I Reus - S/N 07400 Puerto de Alcudia, Mallorca Espana

Kort