Alcudia

A10 Sol de Alcudia eða Sun of Alcudia er 3ja stjörnu íbúðahótel gott fyrir einstaklinga og fjölskyldur og staðsett í 500 metra fjarlægð frá strönd. Stór útisundlaug, garður og verönd. Hótelið er hreinlegt og þjónusta góð

Hótelið var endurnýjað 2013.

 

Íbúðirnar og studío eru loftkæld, með flísalögð gólf, eldhúskrókur, hraðsuðuketill, kaffivél og mikró ofn og hægt er að fá frítt wi-fi, sem getur þó verið ansi hægt á álagstímum. Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari og hárþurrku.  Hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku. 

Við sundlaugina er sólbaðs aðstaða, bar og veitingastaður.

 

Í  5 mínútna göngufjarlægð frá hóteli eru verslanir og veitingastaðir.

 

Alcudia Old Town er í 2,5 km fjarlægð - hægt er að taka strætisvagna sem eru í 400 metra fjarlægð frá hótelinu.

 

Palma de Mallorca flugvöllurinn er í 46 km. fjarlægð frá hótelinu.

 

Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli.
Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótel

 

 

 

 

Upplýsingar

Carrer de la Tórtora, 07400 Port d'Alcúdia, Illes Balears, Spánn

Kort