Palmanova

Roc Portonova í tveggja mínútna rölti frá ströndinni í einum kyrrlátasta hluta Palmanova, með snoturt útsýni yfir flóann. Tilvalið íbúðahótel fyrir fjölskylduna.

GISTING

Íbúðahótel, með íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, borðstofu, baðherbergi, fullbúnu eldhúsi og rúmgóðum svölum, flestar með útsýni yfir flóann.

AÐSTAÐA

Það eru tvær sundlaugar — upphituð innilaug og útilaug með stórum veröndum — og snotur garður með leikvelli.

AFÞREYING

Á hótelinu er einnig tvö leikherbergi, annað fyrir börn, og hitt fyrir þá eldri, með billjard borði, borðtennis og leshorni.

VEITINGASTAÐUR

Það er kokteilbar við útilaugina og matsalur fyrir morgunmatinn. Hótelið er annars í röltfæri frá fjölbreyttu úrvali veitingastaða.

FYRIR BÖRNIN

Leikherbergi með dagskrá fyrir börnin, sem og leikvöllur í garðinum.

STAÐSETNING

Við ströndina, beint á móti snekkjuklúbbnum, í kyrrlátasta hluta Palmanova. Stutt í verslunarmiðstöðvar.

AÐBÚNAÐUR

  • Innisundlaug
  • Útisundlaug
  • Sólbaðsaðstaða
  • Borðtennis
  • Billjarðborð
  • Kokteilbar
  • Sólarhringsmóttaka
  • Töskugeymsla
  • Internet
  • Loftkæling
  • Kynding

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Paseo del Mar 2, Palmanova 07181 Calviá - Mallorca - España

Kort