Iberostar Cristina, áður Royal Cristina, er fallegt 4ra stjörnu hótel. Hótelið er staðsett í hjarta Playa de Palma er því stutt í alla þjónustu, ekta spænska veitingastaði og verslanir. Ljómandi fallegur sundlaugargarður er á hótelinu og heilsulind. Frá hótelinu að ströndinni Playa de Palma eru um það bil 100 metrar.
GISTING
Herbergin eru björt og fallega innréttuð með loftkælingu, fallegum svölum eða verönd, sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Baðherbergin eru snyrtileg með sturtu eða baðkari og hárþurrku. Á hótelinu er frítt, hágæða internet.
AÐSTAÐA
Stór og falleg sundlaug. Hótelið útvegar gestum handklæði í garðinum gegn tryggingu. Heilsulind hótelsins nefnist Spa Sensations, Markmið heilsulindarinnar er að gestir nái fullkominni afslöppun á sál og líkama. Í boði er fjölbreytt úrval meðferða svo sem andlitssnyrting, ilmböð og ilmgufuböð ( aukagjald). Tveir tennisvellir eru á hótelinu. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi í fríinu þá er vel útbúin líkamsrækt á hótelinu. Ókeypis bílastæði eru rétt hjá hótelinu.
AFÞREYING
Frá hótelinu eru liggja margar fallegar gönguleiðir fyrir göngugarpa sem geta einnig verið frábærar fyrir hjólreiðafólk. Bæði hjólaleiga og hjólaviðgerð er á hótelinu, sem gerir það einnig sérstakt hótel fyrir hjólreiðafólk á farandsfæti.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í fjölbreyttri, alþjóðlegri matseld. Val um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið.
Iberostar Cristina er vel staðsett um 100 m frá Playa de Palma ströndinni á Mallorca
AÐBÚNAÐUR Á IBEROSTAR CRISTINA
Lyfta
Útisundlaug
Barnalaug
Morgunmatur/hálft fæði/fullt fæði
Svalir/verönd
Hárþurrka
Frítt internet
Handklæði á sundlaugarbakkanum
Glæsileg heilsulind
Ókeypis bílastæði
Tveir tennisvellir
Líkamsrækt
Skemmtidagskrá
Barnaklúbbur
Hjólaleiga
Hjólaviðgerð
Veitingastaður
Golfvöllur(3 km frá)
Öryggishólf
Loftkæling
Upplýsingar
Carrer de Bartomeu Xamena, s/n, 07610, Illes Balears, Spánn
Kort