Playa de Muro

Eix Lagotel hótelið er þægilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett í Playa de Muro, rétt við S´Albufeira garðinn (friðland). Á hótelinu eru 3 sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða og lítil verslun. Hótelið býður upp á skutl ferðir á ströndina á hálftíma fresti, ströndin er í 800 metra fjarlægð.

 
GISTING
 
Í boði eru björt og falleg herbergi og íbúðir með svölum. Loftkæling er í öllum gistirýmum,  öryggishólf gegn gjaldi, kæliskápur, sími og gervihnattasjónvarp. Frítt Wi-fi. Íbúðir eru með eldhús. Flest gistirými eru með útsýni yfir Albufeira garðinn.  Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari og hárþurrku.
 
 
VEITINGAR
 
 
Á hótelinu er hlaðborð-veitingastaður, tveir snarl barir við sundlaugar og  Bar Piscina fyrir sem er aðeins fyrir fullorðna.
 
AFÞREYING - AÐSTAÐA
 
 
Þrjár sundlaugar, þar af er ein sem er  aðeins fyrir fullorðna, og ein laugin er með hluta af lauginni fyrir börnin ( grunnt) Aðstaða er fyrir tennis, paddle, skvass eða minigolf - gegn gjaldi.
Borð-spila salur og líkamsræktarsalur. Hótelið er með þemakvöld, tónlist eða skemmtiatriði.
 
 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Circuit del llac, s/n 07458 Playa de Muro, Baleares

Kort