Sun Beach Apartamentos er 3ja lykla íbúðagisting, mjög snyrtileg og vel staðsett í Santa Ponsa aðeins 40 metra frá strönd og 200 metra frá miðbæ Santa Ponsa. þar sem finna má úrval af verslunum, veitingastöðum og börum.
Hótel íbúðirnar og almenn svæði voru endurnýjuð árið 2017
GISTING
Íbúðirnar eru um 50 fm. með svölum. Vel útbúin eldhús,rúmgóð stofa, loftkælinga, sjónvarp, öryggishólf ( tryggingagjald 5 evrur) kæliskápur og frítt wifi.
Baðherbergin eru með sturtu og hárblásara. Strandhandklæði fást gegn aukagjaldi. Dagleg þrif, skipt á handklæðum annan hvern dag og líni tvisvar í viku.
VEITINGAR
Á sundlaugarbarnum fæst snarl , drykkir og ís, einnig er lobbý bar á hótelinu.
AFÞREYING
Gestir hafa aðgand að sundlaug, sólbaðs aðstöðu og sundlaugarbarnum ásamt prýðilegri, líkamsrækt
Í NÁGRENNI HÓTELS
Santa Ponsa ströndin, 0.3 km., Santa Ponsa Plaza, 0.6 km., El Chiringuito Bar 1,1 km., Western Waterpark 3.5 km., Aqua land 3,8 km., og Pirates Adventure 4,4 km.
Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli.
Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótel
Upplýsingar
Sun Beach Apartamentos
Kort