Magaluf

HSM Atlantic Park er fín 4ra stjörnu gisting, staðsett í rólegri hluta Magaluf á Mallorca. Hótelið er hluti af hótel keðjunni Hoteles Saint Michel. Ströndin, verslanir og veitingastaðir eru í göngufæri við hótelið og Western Waterpark og Aqualand eru í um 30 mín göngufjarlægð. Góður sundlaugagarður og skemmtidagskrá. Frábært hótel fyrir fjölskylduna alla.

 

GISTING 

Rúmgóð herbergi með loftkælingu, litlum kæli, sjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi). Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins en gestir geta einnig óskað eftir tengingu inn á herbergi gegn vægu gjaldi. Herbergi eru þrifin daglega. Barnarúm kosta ekki aukalega og gott hjólastólaaðgengi er á hótelinu. 

 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er í garðinum grunn barnalaug fyrir yngstu gestina sem er aðskilin frá stóru lauginni. Á hótelinu er hjólaleiga og stutt er í fínan golfvöll. 

 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Einnig er á hótelinu billjardborð og leikjaherbergi. Mallorca er tilvalin fyrir hjólreiðar og er því hjólaleiga á flestum hótelum. Tilvalið er að leigja hjól og hjóla um fallega eyjuna. 

 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í alþjóðlegri matargerð. Hægt er að velja um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. 

 

FYRIR BÖRNIN 

Þar sem þetta hótel er staðsett í rólegri hluta Magaluf hentar það barnafjölskyldum vel. Í garðinum er barnalaug og leikvöllur fyrir börn. Á hótelinu er einnig starfræktur krakkaklúbbur.

 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í rólegri hluta Magaluf þar sem ströndin, verslanir og veitingastaðir eru í göngufæri. Western Waterpark og Aqualand eru í um 30 mín. göngufjarlægð. 

 

AÐBÚNAÐUR Á HSM ATLANTIC PARK 

Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Útisundlaug

Barnalaug

Veitingastaður

Róleg staðsetning

Stutt í golfvöll

Hjólaleiga

Leikvöllur

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Snarlbar

Bar 

Öryggishólf

Loftkæling

Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle Calderón de la Barca, 2, 07182 Magalluf, Palma de Mallorca Islas Baleares, Spain

Kort