HSM Atlantic Park er fín 4ra stjörnu gisting, staðsett í rólegri hluta Magaluf á Mallorca. Hótelið er hluti af hótel keðjunni Hoteles Saint Michel. Ströndin, verslanir og veitingastaðir eru í göngufæri við hótelið og Western Waterpark og Aqualand eru í um 30 mín göngufjarlægð. Góður sundlaugagarður og skemmtidagskrá. Frábært hótel fyrir fjölskylduna alla.
GISTING
Rúmgóð herbergi með loftkælingu, litlum kæli, sjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi). Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins en gestir geta einnig óskað eftir tengingu inn á herbergi gegn vægu gjaldi. Herbergi eru þrifin daglega. Barnarúm kosta ekki aukalega og gott hjólastólaaðgengi er á hótelinu.
AÐSTAÐA
Í garðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er í garðinum grunn barnalaug fyrir yngstu gestina sem er aðskilin frá stóru lauginni. Á hótelinu er hjólaleiga og stutt er í fínan golfvöll.
AFÞREYING
Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Einnig er á hótelinu billjardborð og leikjaherbergi. Mallorca er tilvalin fyrir hjólreiðar og er því hjólaleiga á flestum hótelum. Tilvalið er að leigja hjól og hjóla um fallega eyjuna.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í alþjóðlegri matargerð. Hægt er að velja um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið.
FYRIR BÖRNIN
Þar sem þetta hótel er staðsett í rólegri hluta Magaluf hentar það barnafjölskyldum vel. Í garðinum er barnalaug og leikvöllur fyrir börn. Á hótelinu er einnig starfræktur krakkaklúbbur.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í rólegri hluta Magaluf þar sem ströndin, verslanir og veitingastaðir eru í göngufæri. Western Waterpark og Aqualand eru í um 30 mín. göngufjarlægð.
AÐBÚNAÐUR Á HSM ATLANTIC PARK
Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið
Útisundlaug
Barnalaug
Veitingastaður
Róleg staðsetning
Stutt í golfvöll
Hjólaleiga
Leikvöllur
Krakkaklúbbur
Skemmtidagskrá
Snarlbar
Bar
Öryggishólf
Loftkæling
Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu
ATH
Upplýsingar
Calle Calderón de la Barca, 2, 07182 Magalluf, Palma de Mallorca Islas Baleares, Spain
Kort