Costa Adeje

 

Adrian Roca Nivaria er sannkallað fimm stjörnu lúxus hótel með frábæra aðstöðu og afþreyingu fyrir gesti. Herbergin eru stílhrein með svölum eða verönd og baðherbergi. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir og þrír barir, tvær sundlaugar, afþreyingagarður fyrir börnin (RoniAventura Park), krakkaklúbbur og margt fleira. 

GISTING

Út frá herbergjum er frábært útsýni yfir hafið eða garða hótelsins. Herbergin eru fallega innréttuð og búin öllum helstu þægindum til að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta.
Á herbergjum er verönd eða svalir, sjónvarp, frítt WiFi, öryggishólf, loftræsting, minibar, snyrtivörur, herbergisþjónusta, baðsloppur, inniskór, baðherbergi og kaffi og te aðstaða. 

AÐSTAÐA

Sundlaugargarðurinn er ævintýralegur með töfrandi útsýni yfir Atlantshafið. Sundlaugarnar eru þrjár, ein þeirra er fyllt af sjó. Einnig er flottur rennibrautagarður fyrir börnin þar eru 4 rennibrautir og klifurveggur. 

Að auki er Spa og snyrtistofa þar sem hægt er að fá ýmsar meðferðir, íþróttaaðstaða, krakkaklúbbur, bílaleiga og verslun.
Það er rúta sem keyrir á milli hótels og strandar nokkrum sinnum yfir daginn, sú þjónusta kostar ekkert aukalega fyrir gesti. 

Spa-ið er með ýmsar meðferðir, nudd, snyrtimeðferðir, heitan pott og leðjubað. 

AFÞREYING

Á hótelinu er líkamsræktarstöð með flotta aðstöðu. Vatnsleikfimi, tennisvelli, ping pong, bogfimivöllur og margt fleira

VEITINGASTAÐIR

Alls eru fjórir veitingastaðir á hótelin

Garoé Restaurant: Býður upp á alþjóðlegan mat er með stórkostlegt útsýni yfir sundlaug og hafið. Einnig er sérstakt krakkahorn fyrir fjölskyldur. 

Burgos Restaurant: Býður upp á spænska matargerð. 

Verona Restaurant: Ítölsk matargerð með heimatilbúnar pizzur og ýmislegt fleira 

Ahemón Restaurant: Sundlaugarveitingastaður og bar tilvilan fyrir hádegismat við sundlaugina.  


Á hótelinu eru jafnframt þrír barir, ýmist staðsettir á hótelinu eða við sundlaugina. Sumir barir eru með létta rétti eða snarl. 

FYRIR BÖRNIN

Krakkar njóta sín svo sannarlega á Adrian Roca Nivaria. Margt er í boði fyrir unga fólkið ásamt afþreyingargarði, sundlaugargarði, leikvöllum og krakkaklúbbar. 

STAÐSETNING

Hótelið er við Costa Adeje við Atlantshafið, sunnarlega á Tenerife þar sem meðalhitastig er 23°. Stutt er í ströndina og nokkrir km í góða golfvelli. 


AÐBÚNAÐUR

Svalir/verönd

Baðherbergi

Sjónvarp

Loftræsting

Wifi

Kaffi/te aðstaða

Veitingastaður

Bar

Sundlaug

Íþróttaðstaða

Strönd

Krakkaklúbbur

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. Adeje 300, s/n, 38678 Adeje, Santa Cruz de Tenerife

Kort