Costa Adeje

Hotel Iberostar Bouganville er gott 4ra stjörnu hótel staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Góður, rúmgóður garður með fallegu útsýni yfir hafið. Frá hótelinu er stutt í alla þjónustu, verslanir, bari, veitingastaðir og kaffihús.

GISTING 

Herbergin eru einföld, en nýlega uppgerð, björt og rúmgóð. Herbergin eru loftkæld með góðu baðherbergi með sturtu og hárþurrku. 

AÐSTAÐA

Góður garður, stór með sundlaug og sundlaugabar, ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Fallegt útsýni er úr garðinum yfir hafið og til nágrannaeyjunnar La Gomera. Í garðinum er einnig að finna barnalaug fyrir yngri gestina. Á hótelinu er snyrtistofa og líkamsræktar aðstaða. Frítt, þráðlaust internet er á hótelinu. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin er fjölbreytt skemmtidagskrá í boði. 

VEITINGAR 

Mjög stór og bjartur veitingastaður með gott hlaðborð. Á hótelinu er sundlaugabar og Karaoke bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er barnalaug og leikvöllur fyrir börnin. Dagskrá er fyrir krakka á öllum aldri á hótelinu í krakkaklúbbnum sem er aldursskiptur. 

STAÐSETNING 

Iberostar Bouganville er stapsett uppi á hæð sem aðskilur Playa de Las Americas og Costa Adeje svæðin. Um 15 mínútna gangur meðfram sjónum er niður á Playa Fanabe og Playa de Troya. Stutt er í alla þjónustu og ströndina, verslunarmiðstöðin Centro Comercial San Eugenio er við hótelið og verslunarkjarnar eru við smábátahöfnina Puerto de Colon. 

AÐBÚNAÐUR Á IBEROSTAR BOUGANVILLE 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólhlífar(gegn gjaldi) 

Veitingastaður 

Leikvallur 

Krakkaklúbbur 

Skemmtidagskrá 

Stutt á ströndina

Hjólaleiga

Billjard 

Leikjaherbergi 

Líkamsræktarstöð

Tennisvöllur

Töskugeymsla

Snarlbar

Karíókíbar

Smelltu hér til að sjá myndband um hótelið.

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

San Eugenio 38679 Costa Adeje - Tenerife Spain

Kort