Puerto de la Cruz

Hótelið er byggt upp við klettavegg á afar sérstökum stað en með ótrúlega fallegu útsýni yfir Atlantshafið. Á þaki hótelsins er sundlaugargarður í rólegu umhverfi ásamt heitum potti og vatnsnuddi og buffet veitingastað einnig er að finna skemmtilegan bar og svæði þar sem hægt er að njóta sólarsetursins yfir Atlantshafinu. Um 1.5 km gangur er niður í gamla bæinn á Puerto de la Cruz og til hins fallega „lago martianez“ sundlaugagarðs. Fallegar göngugötur, torg og garðar toppa svo þessa fallegu borg. Einnig er mikið úrval af glæsilegum veitingastöðum, börum og kaffihúsum bæði í gamla bænum og í næsta nágrenni við hann. Akstur frá suðurflugvellinum til Puerto de la Cruz tekur um 1 klukkustund. Hentar ekki fyrir fólk sem á erfitt með gang. Öll herbergin eru með stórkostlegu sjávarsýni, 2 stórum rúmum, baðherbergi með öllum nútímaþægindum en leigja þarf öryggishólf og internet aðgang.

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá  10-16 og neyðarsíma allan sólarhringinn .

 

Upplýsingar

C/ Leopoldo Cologan Zulueta, 12 38400, Puerto de la Cruz ? Tenerife.

Kort