La Caleta

Hotel Sheraton La Caleta er glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett á Adeja svæðinu á Tenerife. Á hótelinu er frábær garður með þremur sundlaugum og nuddpottun. Gott leiksvæði og barnaklúbbur fyrir hressa krakka. 9 holu mini-golf staðsettur í garðinum. Fjórir veitingastaðir á hótelinu. 

GISTING 

Við bjóðum upp á Tvíbýli Premium og Tvíbýli Deluxe Glæsileg herbergi með stóru sjónvarpi, míní-bar, öryggishólfi og loftkælingu. Nýjung hjá okkur er Club herbergi sem eru staðsett á efri hæðum hótelsins og því gott útsýni út á haf. Herbergin hafa sýna eigin verönd og geta gestir notið sólarinnar þar líka. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Deluxe og Premium herbergi eru með garð- eða sjávarsýn. Hægt er að fá internet inn á herbergin gegn gjaldi. Öll herbergi eru með góðum tvíbreiðum rúmum, rúmgóðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Á baðherbergjum er einnig spegill og hárþurrka.

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er fallegur garður með þremur sundlaugum og nuddpotti. Gott leiksvæði er fyrir krakka og barnalaug í garðinum. Í garðinum er einnig 9 holu mini-golfvöllur fyrir kylfinga og aðra áhugasama. Fyrir þá sem vilja virkilega slaka á er virkilega góð 1800 fm. heilsurækt ásamt líkamsræktarstöð er á hótelinu. Í heilsulindinni er gufubað, íshellir, innisundlaug, nuddherbergi, snyrtistofa og hárgreiðslustofa. 

VEITINGASTAÐIR 

Val er um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. El Parador er veitingastaður með fjölbreyttu hlaðborði þar sem gestir snæða morgun- og kvöldverð. Þá er einnig japanski veitingastaðurinn Restaurant Kamakura, sem opinn er 5 daga vikunnar, Vivace Restaurant sem er staðsettur við sundlaugina og a la carte veitingahúsið La Venta sem sérhæfir sig í gómsætum spænskum réttum. 

FYRIR BÖRNIN 

Barnalaug er í garðinum fyrir börnin að busla í. Á hótelinu er krakkaklúbbur, klúbbur fyrir unglinga og margskonar dagskrá. Frábært hótel fyrir börn! 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á Adeja svæðinu á Tenerife. Hótelið er 0,3 km frá El Duque ströndinni, 3 km er í Scuba diving, 8 km í Aqualand vatnagarðinn, 10 km í Síam garinn og 60 km í Teide þjóðgarðinn.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SHERATON LA CALETA 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði

Tvíbýli

Stórt sjónvarp

Svalir/verönd 

Sturta 

Baðkar 

Hárblásari 

Minibar

Loftkæling

Útisundlaug

Barnalaug

Nuddpottur

Heilsulind

Líkamsrækt

Leiktæki

Gestamóttaka 

9 holu mini golfvöllur

Gufubað

Íshellir

Fjórir veitingastaðir

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

La Enramada 9 Adeje Tenerife 38670 Spain

Kort