La Caleta

Tivoli La Caleta Tenerife Resort er glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett á Adeja svæðinu á Tenerife. Á hótelinu er frábær garður með þremur sundlaugum og nuddpottun. Fjórir veitingastaðir á hótelinu. 

GISTING 

Við bjóðum upp á Tvíbýli Premium og Tvíbýli Deluxe Glæsileg herbergi með stóru sjónvarpi, míní-bar, öryggishólfi og loftkælingu. Nýjung hjá okkur er Club herbergi sem eru staðsett á efri hæðum hótelsins og því gott útsýni út á haf. Herbergin hafa sýna eigin verönd og geta gestir notið sólarinnar þar líka. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Deluxe og Premium herbergi eru með garð- eða sjávarsýn. Hægt er að fá internet inn á herbergin gegn gjaldi. Öll herbergi eru með góðum tvíbreiðum rúmum, rúmgóðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Á baðherbergjum er einnig spegill og hárþurrka.

 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er fallegur garður með þremur sundlaugum og nuddpotti. Fyrir þá sem vilja virkilega slaka á er virkilega góð 1800 fm. heilsurækt ásamt líkamsræktarstöð er á hótelinu. Í heilsulindinni er gufubað,  innisundlaug, nuddherbergi, snyrtistofa og hárgreiðslustofa. 

 

VEITINGASTAÐIR 

Val er um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. El Parador er veitingastaður með fjölbreyttu hlaðborði þar sem gestir snæða morgun- og kvöldverð. Þá er einnig japanski veitingastaðurinn Restaurant Kamakura, sem opinn er 5 daga vikunnar, Vivace Restaurant sem er staðsettur við sundlaugina og a la carte veitingahúsið La Venta sem sérhæfir sig í gómsætum spænskum réttum. 

 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett á Adeja svæðinu á Tenerife. Hótelið er 0,3 km frá El Duque ströndinni, 3 km er í Scuba diving, 8 km í Aqualand vatnagarðinn, 10 km í Síam garinn og 60 km í Teide þjóðgarðinn.

 

AÐBÚNAÐUR

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði

Duplex herbergi

Stórt sjónvarp

Svalir/verönd 

Sturta 

Baðkar 

Hárblásari 

Minibar

Loftkæling

Útisundlaug

Nuddpottur

Heilsulind

Líkamsrækt

Gestamóttaka 

Gufubað

Veitingastaðir

 

Upplýsingar

La Enramada 9 Adeje Tenerife 38670 Spain

Kort