Costa Adeje

Hotel Iberostar Grand Hotel Salomé er fimm stjörnu lúxus hótel, aðeins ætlað 16 ára og eldri. Hótelið opnar í sumar 2018 eftir endurbætur. Hótelið veitir herbergisþjónustu allan sólahringinn og á öllum herbergjum er Nespresso kaffivél. 

GISTING 

Val er um þrenns konar svítur á hótelinu, fer eftir hvað hentar þér og þínum. Svíturnar eru bjartar, fallega innréttaðar og rúmgóðar. Á öllum svítum er verönd með nuddpotti og útsýni yfir hafið. Þær eru búnar helstu þægindum, þar á meðal tveimur sjónvörpum, minibar, kaffivél, fríu WiFi, öryggishólfi og king size rúmum. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er sundlaug, stór verönd, spa, líkamsræktarsalur, tennisvöllur, hjólaleiga og billard borð. Golfvöllur er í göngufjarlægð frá hótelinu. 

AFÞREYING

Fyrir utan Iberostar Grand Hotel Salomé er stór verönd þar sem tilvalið er að slaka á og njóta lífsins í sólinni. Á ströndinni er hægt að kafa og í boði eru ýmsar vatnaíþróttir.
Hótelið er stutt frá næturlífi Costa Adeje og ýmsum verslunarmiðstöðum.
Að auki eru skemmtigarðarnir Aqualand og Siam Park í um 15 mínútna keyrslu frá hótelinu. Fyrir ofurhuga er tilvalið að ganga upp á Mount Teide sem er í miðju eyjarinnar og njóta þar útsýnis yfir þjóðgarðinn. 

VEITINGAR

Á hótelinu er hvorki meira né minna en sex veitingastaðir og fjórir barir. Veitingastaðirnir bjóða upp á margvíslega rétti svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

STAÐSETNING

Hótelið er sunnanlega á eyjunni, rétt við ströndina. Í göngufjarlægð eru margir veitingastaðir, verslanir og stutt í golfvelli. 

AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL BALI 

Baðherbergi

Heitur pottur

Einkaþjónar

Stutt í strönd

Spa

Sundlaug

Garðskáli

Herberigsþjónusta

Frítt WiFi

Bar

Veitingastaður

Snarlbar

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Calle Londres, 15, A, 38660 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort