Costa Adeje

Hotel Iberostar Grand Anthelia er 5* hótel staðsett á fallegu og rólegu Costa Adeje ströndinni. Mjög stutt á ströndina, stór og fínn sundlaugagarður með lítilli barnalaug og tveim sundlaugum. 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og öll með loftkælingu. Þau herbergi sem við bjóðum upp á eru fjölskylduherbergi sem eru 60 fermetrar og hafa frítt wi-fi, sjónvarp, hárþurrku, kaffivél  og síma. Tvíbýli Duplex sem er 74 fermetrar á tveimur hæðum með sjávarsýn, stofu, sjónvarpi, hárþurrku, fríu wi-fi, nuddbaðkar, verönd, svefnsófi, baðsloppar og inniskór. Tvíbýli með hliðarsjávarsýn er með öryggishólfi, frí nettenging, kaffivél, hárþurrka, minibar, sjónvarpi, síma, baðsloppum og inniskóm og svölum. Tvíbýli með sjávarsýn eru með svölum, minibar, hárþurrku, baðsloppum og inniskóm.

AÐSTAÐA

Góður og stór garður með tveimur sundlaugum og barnalaug með rennibraut og sjóræningjaskipi. Krakkaklúbbur er á hótelinu og því nóg fyrir stafni hjá börnunum. Einnig er SPA á hótelinu og og nóg af meðferðum að velja úr. Hægt er að hreyfa sig í líkamsræktinni á staðnum.

AFÞREYING 

Á hótelinu er krakkaklúbbur og einni klúbbur fyrir unglinga og því hentar þetta hótel börnum á öllum aldri. Hægt er að spila borðtennis, tennis, billiard (gegn gjaldi), pílukast, keilu (gegn gjaldi) og hægt að leigja hjól. Einnig er næturklúbbur á hótelinu.

VEITINGAR 

Hlaðborðsveitingastaður,  a la carte veitingastaður, bar og snarl bar.

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er barnalaug með rennibraut og sjóræningjaskipi. Einnig er krakkaklðúbbur fyrir krakka á öllum aldri.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við mjög nálægt ströndinni á Costa Adeje með fallegu útsýni. Stutt í allt það helsta og hægt að labba yfir á Amerísku ströndina.

AÐBÚNAÐUR Á IBEROSTAR ANTHELIA

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólhlífar

Líkamsrækt

Veitingastaður 

Krakkaklúbbur 

Skemmtidagskrá 

Stutt á ströndina

Hjólaleiga

SPA

Billiard

Borðtennis 

Tennisvöllur

Pílukast

Snarlbar

Hlaðborðsveitingastaður

A la carte veitingastaður

Bar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Londres, 15 38660 Costa Adeje Tenerife

Kort