Costa Adeje

Hótel Fanabe er flott 4ra stjörnu hótel vel staðsett í Costa Adeje, stutt er á ströndina og í alla þjónustu, verslanir og veitingastaði. Góð sólbaðsaðstaða með tvískiptri sundlaug og falleg herbergi. Margskonar afþreying og ókeypis þráðlaust internet er í sameiginlegu rými. 

GISTING 

Gestir geta valið um einbýli, tvíbýli eða fjölskylduherbergi með kojum. Herbergin eru með gervihnattarsjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi). Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd sem snúa ýmist að sundlaugargarðinum eða til sjávar eða fjalla. Fullbúin baðherbergi. 

AÐSTAÐA

Mjög góð sólbaðsaðstaða við tvískipta sundlaugina. Barnalaug er í garðinum fyrir smáfólkið að busla í og báðar laugar eru upphitaðar á veturnar. Við laugina eru sólbekkir og sólhlífar sem gestir njóta án endurgjalds. Tennisvöllur, boltavöllur, mini-golf og leiksvæði fyrir krakka er einnig við sundlaugarsvæðið. Á þaki hótelsins er fín aðstaða til þess að njóta sólarinnar og útsýnis, ásamt tveimur litlum ker-laugum. Gjafavöruverslun, blaða-og tímaritabúð og hárgreiðslustofa er á hótelinu. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi er fjölmargt í boði því á hótelinu er tennisvöllur, boltavöllur, billjard, minigolf og diskótek. Einnig geta gestir farið í líkamsrækt/tækjasal (gegn gjaldi), og eða skellt sér í nudd og gufubað á heilsulind hótelsins. Ókeypis þráðlaust internet í sameiginlegu rými.

VEITINGASTAÐIR 

Aðal veitingastaður hótelsins er hlaðborðsstaður við sundlaugina þar sem ýmist er hægt að borða úti eða inni, morgunmat, hádegismat og eða kvöldmat. Hótel Fanabé er þekkt fyrir góðan mat og fjölbreytni í matargerð. Grill og snakkbar er við sundlaugina og útikaffihús er við aðalinnganginn og gestamóttökuna, þar sem danstónlist og skemmtidagskrá er á kvöldin. Gestir velja um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið á þessu hóteli. 

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur og skemmtidagskrá er fyrir yngstu kynslóðina á daginn og á kvöldin er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Costa Adeje og stutt er í alla helstu þjónustu. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL FANABE 

Einbýli/Tvíbýli/Fjölskyldu herbergi 
Sjónvarp
Svalir/verönd 
Baðherbergi
Sími
Útisundlaug 
Barnalaug 
Sólbaðsaðstaða 
Þráðlaust internet í sameiginlegu rými
Gjafavöruverslun
Tennisvöllur
Líkamsrækt 
Veitingastaður
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. de Bruselas, 13, 38660 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn Spain

Kort